Aðalheiður Bjarnadóttir (Haukagili)
Guðrún Aðalheiður Bjarnadóttir frá Arnarbæli í Grímsnesi, húsfreyja, matráðskona fæddist þar 1. febrúar 1904 og lést 15. desember 2000 að Droplaugarstöðum í Rvk.
Foreldrar hennar voru Bjarni Eggertsson frá Vaðnesi í Grímsnesi, f. 4. maí 1877, d. 2. desember 1952, og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir frá Þorlákshöfn, húsfreyja, f. 27. ágúst 1868, d. 29. maí 1934.
Aðalheiður var með foreldrum sínum, að Arnarbæli og að Tjörn á Eyrarbakka.
Hún eignaðist barn með Antoni Valgeiri 1929.
Aðalheiður bjó á Eyrarbakka, flutti til Eyja 1957, bjó á Garðsstöðum og á Haukagili við Vestmannabraut 11 og var matráðskona á Barnaheimilinu Helgafelli, síðan á Barnaheimilinu Sóla.
Hún flutti til Reykjavíkur í Gosinu 1973, bjó í þjónustuíbúð í Furugerði, vann aðhlynningarstörf við aldraða hjá Heimilisþjónustunni til sjötíu og átta ára aldurs. Hún dvaldi síðustu tvö ár sín að Droplaugarstöðum.
Aðalheiður lést 2000.
I. Barnsfaðir Aðalheiðar var Anton Valgeir Halldórsson matsveinn, bryti á Eyrarbakka, f. 31. maí 1902, d. 2. febrúar 1964.
Barn þeirra:
1. Hjördís Antonsdóttir húsfreyja, verkakona, skrifstofumaður, f. 17. janúar 1929, d. 5. nóvember 2007. Maður hennar Ólafur Björgvin Jóhannesson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 29. desember 2000. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.