1627
Árið 1627 markar tímamót í sögu Vestmannaeyja.
Tyrkjaránið
Þann 16. júlí 1627 réðust um 300 sjóræningjar frá Algeirsborg á Vestmannaeyjar. Vestmannaeyingar höfðu komið sér upp vörnum við höfnina en sjóræningjarnir sigldu fram hjá höfninni, suður með eynni og gengu þeir á land á Ræningjatanga og komu þannig Eyjamönnum í opna skjöldu. Sjóræningjarnir dvöldu 3 daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á Ræningjaflöt í Lyngfellisdal. Þeir handtóku fólk, bundu á fótum og höndum og geymdu í dönsku verslunarhúsunum, drápu þá sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir og eltu uppi flóttafólk sem flúið hafði til fjalla. Alls námu sjóræningjarnir 242 Vestmannaeyinga á brott og seldu hæstbjóðendum á uppboði í Algeirsborg. Þeir drápu um 36 manns og um 200 manns tókst að fela sig. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í Hundraðmannahelli og Fiskhellum.
- Sjá nánar um Tyrkjaránið