Þorsteinn Vernharðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Vernharðsson vinnumaður fæddist 1798 og lést 19. mars 1838.

Þorsteinn kom til Eyja frá Brautarholti á Skeiðum að Gjábakka 1821 og sneri til Lands 1822, var á Hrútafelli u. Eyjafjöllum 1835, lést þar 19. mars 1838, niðursetningur.

Barnsmóðir Þorsteins var Guðrún Guðlaugardóttir á Kirkjubæ.
Barnið var
1. Arnfríður Þorsteinsdóttir, f. 18. júlí 1822, d. 26. júlí 1822 úr „Barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.