Þorsteinn Jónsson (Þorlaugargerði)
Þorsteinn Jónsson frá Syðstu-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, bóndi fæddist þar 27. nóvember 1875 og lést 9. desember 1934 í Þorlaugargerði.
Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson bóndi, f. 12. ágúst 1935, d. 2. júlí 1917 og fyrri kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 26. júlí 1836, d. 11. janúar 1886.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í Syðstu-Mörk 1880, með föður sínum og Sigríði stjúpu sinni þar 1890. Hann var bóndi með bústýrunni Kristínu Jónsdóttur í Syðstu-Mörk 1901 og Ragnheiður Runólfsdóttir var þar óskilgreind.
Þau Þorsteinn giftu sig 1902, bjuggu í Syðstu-Mörk u. V. -Eyjafjöllum 1901-1905, voru um skeið í vinnumennsku, fluttu til Eyja 1907, að Skíðbakka 1908, bjuggu þar á vesturjörðinni til 1920.
Þau fluttu til Eyja 1921, bjuggu í Vestra-Þorlaugargerði.
Þau eignuðust eitt barn, 1905.
Þorsteinn lést 1934 og Ragnhildur 1950.
I. Kona Þorsteins. (17. október 1902), var Ragnheiður Runólfsdóttir frá Skálmarbæ í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja, f. 12. maí 1883, d. 6. desember 1950 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Þorsteinsdóttir verkakona í Rvk, f. 31. maí 1905, d. 9. október 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.