Þorbjörg Albertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Albertsdóttir húsfreyja á Sólheimum í Höfnum, Gull. fæddist 9. október 1890 á Eiði á Langanesi og lést 14. ágúst 1968.
Foreldrar hennar voru Albert Jón Finnsson bóndi, f. 21. október 1849, d. 7. mars 1906, og kona hans Guðrún Soffía Eymundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1852, d. 17. ágúst 1919.

Börn Soffíu og Jóns í Eyjum:
1. Margrét Albertsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1878, d. 24. ágúst 1955.
2. Steinþór Albertsson, verkamaður, f. 18. janúar 1885, d. 13. apríl 1955.
3. Þorbjörg Albertsdóttir vinnukona í Stakkahlíð 1910, síðar húsfreyja í Höfnum á Reykjanesi, f. 9. október 1890, d. 14. ágúst 1968.
Systur Guðrúnar Soffíu í Eyjum voru:
1. Kristjana Ágústa Eymundsdóttir húsfreyja á Hól, kona sr. Jes A. Gíslasonar og
2. Sigurlín Jónína Eymundsdóttir, sem var á Hól 1910, f. 12. ágúst 1867, d. 22. mars 1937.

Þorbjörg var með foreldrum sínum á Eiði 1894, átti heimili hjá foreldrum sínum á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa 1901, en var hjá Margréti systur sinni í Nýjabæ í Skeggjastaðasókn. Hún var vinnukona á Skeggjastöðum 1908, vinnukona hjá Margréti systur sinni í Viðvík þar 1909.
Hún flutti til Eyja 1910 frá Höfn í sókninni 1910, var vinnuhjú og fiskvinnslukona hjá Ásbirni Pálssyni og Rannveigu Ólafsdóttur í Stakkahlíð við Vestmannabraut 24 í lok árs 1910.
Þau Gissur giftu sig 1913, bjuggu í fyrstu í Traðhúsum í Höfnum, síðar á Sólheimum í Höfnum, Gull. Þau voru barnlaus.

I. Maður Þorbjargar, (27. desember 1913), var Gissur Magnússon sjómaður, f. 21. september 1887 á Bæjarskerjum (Býjarskerjum) í Miðneshreppi, Gull., d. 27. desember 1954. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon bóndi, f. 1841, d. 1887, og kona hans Ólöf Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. júní 1848, d. 14. desember 1923.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.