Þórhallur Á. Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórhallur Árni Benediktsson frá Tjörnesi, trésmiður fæddist 21. september 1896 og lést 20. janúar 1979.
Foreldrar hans voru Benedikt Benediktsson bóndi í Breiðavík þar, f. 14. apríl 1857 í Laufássókn, d. 10. febrúar 1947, og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1865, d. 22. febrúar 1927.

Þórhallur var með forerldrum sínum í æsku.
Hann lærði trésmíði og vann við iðn sína.
Þau Sigríður giftu sig 1930, eignuðust eitt barn og fóstruðu barn. Þau komu til Eyja 1930, bjuggu á Ármótum við Skólaveg 14 og Hásteinsvegi 9, sem þau byggðu að hluta 1932, fluttu til Reykjavíkur 1937.
Þórhallur lést 1979 og Sigríður 1980.

I. Kona Þórhalls, (1930), var Sigríður Jónsdóttir frá Neðri-Dal í Mýrdal, V.-Skaft., húsfreyja, f. 5. september 1904, d. 1. janúar 1980.
Barn þeirra:
1. Jón Þór Þórhallsson forstjóri, háskólakennari, í Kanada, forstöðumaður Reiknistofu bankanna m.m., f. 21. júní 1939, d. 20. september 2016. Kona hans Hrefna Beckmann, látin.
Fósturbarn þeirra 1934 var bróðurdóttir Sigríðar
2. Sigríður Halla Hermannsdóttir, f. 29. apríl 1934, lést af slysförum 2. ágúst 1938.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. október 2016. Minning Jóns Þórs Þórhallssonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.