Þórdís Jónsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórdís Jónsdóttir vinnukona, lausakona fæddist 20. október 1856 í Skálmarbæjarseli í Álftaveri í V.-Skaft. og lést 23. desember 1935 í Vestra-Þorlaugargerði.
Foreldrar hennar voru Jón Loftsson bóndi, f. 24. september 1832 í Hjörleifshöfða, d. 29. mars 1897 á Ketilsstöðum og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1832 á Herjólfsstöðum, d. 1. apríl 1883 á Ketilsstöðum.

Þórdís var með foreldrum sínum í Skálmarbæjarseli til 1858, á Ketilsstöðum 1858-1888, vinnukona þar 1897-1899, á Reyni 1899-1901, í Reynisholti 1901-1902, sögð komin frá Kvíabóli 1905, en var ekki á manntali þar.
Þórdís flutti til Eyja 1905, var vinnukona á Ofanleiti 1910 og 1920, lausakona í Vestra-Þorlaugargerði 1930.
Hún lést 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.