Ívar Örn Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ívar Örn Jónsson verkamaður, plötusnúður fæddist 7. mars 1997.
Foreldrar hans Jón Valgeirsson frá Keflavík, sjómaður, stýrimaður í Eyjum, f. 4. júlí 1959, og sambúðarkona hans Þórdís Erlingsdóttir, húsfreyja, fiskverkakona, f. 6. október 1962 í Keflavík, d. 18. nóvember 2022.

Börn Þórdísar og Jóns:
1. Agnar Mar Jónsson, f. 11. nóvember 1982, d. 26. september 1985.
2. Hersir Mar Jónsson, sjómaður, f. 28. desember 1986 í Eyjum, d. 10. júlí 2020 í Reykjanesbæ.
3. Alexander Örn Jónsson, f. 19. mars 1990, d. 16. apríl 1995.
4. Ívar Örn Jónsson, f. 7. mars 1997.

Þau Thea hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Auðlín giftu sig, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Hfirði.

I. Fyrrum sambúðarkona Ívars er Thea Möller Þorleifsson af Kjalarnesi, f. 1. febrúar 1998. Foreldrar hennar Símon Þorleifsson, f. 31. mars 1963, og Dorthe Möller Þorleifsson, f. 24. júlí 1962.
Barn þeirra:
1. París Möller Ívarsdóttir, f. 7. mars 2020.

II. Kona Ívars Arnar er Auðlín Hannesdóttir dagforeldri, f. 27. desember 2003. Foreldrar hennar Björk Guðgeirsdóttir, f. 14. febrúar 1976, og Hannes Örn Ólafsson, f. 6. mars 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.