Þórður Ingi Sigursveinsson
Þórður Ingi Sigursveinsson sjómaður, húsasmíðameistari fæddist 4. júní 1948.
Foreldrar hans voru Sigursveinn Þórðarson frá Neskaupstað, skipstjóri, f. 2. maí 1917, og, f. 2. september 1970, og kona hans Björg S. Björnsdóttir frá Ólafsvík, húsfreyja, f. 22. maí 1919, d. 19. nóvember 1988.
Þórður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði trésmíðar hjá Sigurði og Júlíusi í Hafnarfirði, lauk námi 1971, fékk meistararéttindi.
Hann stundaði sjómennsku og húasmíðar.
Þau Guðmunda giftu sig 1968, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, síðan við Smáragötu 4 og síðan 7, í Litlagerði 4, við Heiðarveg 9, en búa nú við Boðaslóð 12A.
I. Kona Þórðar, (28. desember 1968), er Guðmunda Hjörleifsdóttir húsfreyja, þerna, umboðsmaður, f. 23. apríl 1949.
Börn þeirra:
1. Inga Björg Þórðardóttir verslunarmaður í Svíþjóð, f. 11. nóvember 1968 í Rvk. Barnsfaðir hennar Árni Kristjánsson. Fyrrum maður hennar Stefán R. Þorvarðarson. Barnsfaðir Martin Jenson. Maður hennar Mikael Larson.
2. Matthildur Þórðardóttir kaupmaður í Svíþjóð, f. 8. júlí 1970 í H.firði. Maður hennar Niklas Jansson.
3. Sigursveinn Þórðarson umboðsmaður Eimskips í Eyjum, f. 7. desember 1972 í H.firði. Barnsmóðir hans Guðrún Ósk Hermansen. Kona hans Eydís Ósk Sigurðardóttir.
4. Hjörleifur Þórðarson trésmiður í Svíþjóð, f. 21. október 1976 í Eyjum. Fyrrum kona hans Margrét Rós Andrésdóttir. Kona hans Linda Mary.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 3. nóvember 1994. Minning Sigursveins Þórðarsonar skipstjóra.
- Prestþjónustubækur.
- Guðmunda og Þórður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.