Ólafía Gyða Oddsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafía Gyða Oddsdóttir.
Fjölskylda Ólafíu Gyðu og Guðvarðar Vilmundarsonar.

Ólafía Gyða Oddsdóttir húsfreyja fæddist 20. desember 1917 í Ráðagerði á Seltjarnarnesi og lést 6. febrúar 2005 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson hafnarfógeti, f. 12. október 1879, d. 26. febrúar 1934, og bústýra hans Anna Einarsdóttir, f. 20. desember 1882, d. 7. apríl 1955.

Ung að árum var Gyða barnfóstra í Hafnarfirði.
Hún var virkur félagi í Aglow ásamt í öðru trúarlegu starfi.
Þau Guðvarður giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 49.
Guðvarður lést 1984 og Ólafía Gyða 2005.

I. Maður Ólafíu Gyðu, (1939), var Guðvarður Vilmundarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 29. mars 1912, d. 31. janúar 1984.
Börn þeirra:
1. Gunnar Guðvarðsson, f. 17. október 1940, d. 29. mars 2010.
2. Hafsteinn Guðvarðsson, f. 19. júlí 1942, d. 10. júlí 2006.
3. Anna Guðvarðsdóttir, f. 26. maí 1950, d. 6. júlí 2000.
4. Ólafur Guðvarðsson, f. 1. júní 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.