Ólafía Þorgrímsdóttir (Skuld)
Ólafía Þorgrímsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 6. febrúar 1915 í Miðhlíð á Barðaströnd og lést 10. júní 2003 á Patreksfirði.
Foreldrar hennar voru Þorgrímur Ólafsson frá Litluhlíð á Barðaströnd, bóndi, f. 30. júní 1876, d. 15. desember 1958, og kona hans Jónína Ólafsdóttir frá Miðhlíð, húsfreyja, f. 17. apríl 1884, d. 24. janúar 1978.
Ólafía var með foreldrum sínum í æsku, í Miðhlíð-ytri 1920.
Þau Ólafur giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Patreksfirði, í Skuld við Vestmannabraut 40, síðan í Reykjavík.
Ólafur lést 1978 og Ólafía 2003, jarðsett á Patreksfirði.
I. Maður Ólafíu, (23. desember 1943), var Ólafur Gísli Ólafsson verkstjóri, f. 23. janúar 1907, d. 10. desember 1978.
Börn þeirra:
1. Kjartan Ólafsson, f. 27. apríl 1939. Barnsmóðir hans Elín Thorarensen. Barnsmóðir Corinn Kristjánsdóttir. Barnsmóðir Eva Hafdís Vilhelmsdóttir.
2. Hrafnhildur Ólafsdóttir, f. 1. ágúst 1945. Maður hennar hennar Ólafur Örn Ingimundarson.
3. Bolli Ólafsson, f. 3. júlí 1947. Barnsmóðir hans Hulda Guðný Ásmundsdóttir. Kona hans Elín Magnea Héðinsdóttir.
4. Jóhann Ólafsson, f. 11. 12. 1953. Barnsmóðir hans Katrín Diðriksen. Kona hans Sigrún Ragna Stefánsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 24. júní 2003. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.