Ólöf Ásbjörnsdóttir (Nýborg)
Elísabet Ólöf Ásbjörnsdóttir (Olla) frá Nýborg, húsfreyja, stuðningsfulltrúi á Eskifirði fæddist 2. maí 1969.
Foreldrar hennar eru Ásbjörn Guðjónsson frá Dölum, bifvélavirki, bæjarfulltrúi, f. 28. janúar 1949, og kona hans Guðrún Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1948 á Landagötu 23.
Elísabet Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, í Nýborg, og flutti með þeim í Gosinu 1973 til Neskaupstaðar og síðan til Eskifjarðar.
Hún var einn vetur eftir skólaskyldu í héraðsskólanum á Eiðum.
Ólöf vann í Pöntunarfélagi Eskifjarðar í 3 ár, í Shellsjoppunni á Eskifirði í 8 ár. Hún hefur verið stuðningsfulltrúi í barnaskólanum frá árinu 2000.
Þau Guðlaugur Jón giftu sig 2001, eiga þrjú börn. Þau búa á Lambeyrarbraut 12 á Eskifirði.
I. Maður Elísabetar Ólafar, (14. júlí 2001), er Guðlaugur Jón Haraldsson vélstjóri á lóðsbátnum Vetti, f. 11. janúar 1971.
Foreldrar hans eru Haraldur Jónsson frá Akranesi, sjómaður, f. 4. desember 1950, og kona hans Sigrún Júdit Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1954 á Fáskrúðsfirði.
Börn þeirra:
1. Adam Ingi Guðlaugsson nemi í vélstjórn í Tækniskóla Íslands, f. 8. júní 2002. Sambúðarkona hans Elísa Malen Ragnarsdóttir.
2. Ísak Þór Guðlaugsson nemi, f. 27. júlí 2008.
3. Ásta Laufey Guðlaugsdóttir nemi, f. 14. júlí 2010.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elísabet Ólöf.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.