Ólöf Ásbjörnsdóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elísabet Ólöf Ásbjörnsdóttir (Olla) frá Nýborg, húsfreyja, stuðningsfulltrúi á Eskifirði fæddist 2. maí 1969.
Foreldrar hennar eru Ásbjörn Guðjónsson frá Dölum, bifvélavirki, bæjarfulltrúi, f. 28. janúar 1949, og kona hans Guðrún Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1948 á Landagötu 23.

Elísabet Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, í Nýborg, og flutti með þeim í Gosinu 1973 til Neskaupstaðar og síðan til Eskifjarðar.
Hún var einn vetur eftir skólaskyldu í héraðsskólanum á Eiðum.
Ólöf vann í Pöntunarfélagi Eskifjarðar í 3 ár, í Shellsjoppunni á Eskifirði í 8 ár. Hún hefur verið stuðningsfulltrúi í barnaskólanum frá árinu 2000.
Þau Guðlaugur Jón giftu sig 2001, eiga þrjú börn. Þau búa á Lambeyrarbraut 12 á Eskifirði.

I. Maður Elísabetar Ólafar, (14. júlí 2001), er Guðlaugur Jón Haraldsson vélstjóri á lóðsbátnum Vetti, f. 11. janúar 1971. Foreldrar hans eru Haraldur Jónsson frá Akranesi, sjómaður, f. 4. desember 1950, og kona hans Sigrún Júdit Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1954 á Fáskrúðsfirði.
Börn þeirra:
1. Adam Ingi Guðlaugsson nemi í vélstjórn í Tækniskóla Íslands, f. 8. júní 2002. Sambúðarkona hans Elísa Malen Ragnarsdóttir.
2. Ísak Þór Guðlaugsson nemi, f. 27. júlí 2008.
3. Ásta Laufey Guðlaugsdóttir nemi, f. 14. júlí 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.