Ásta Ingibjörg Vilhjálmsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ásta Ingibjörg Vilhjálmsdóttir frá Kirkjulandi í A.-Landeyjum, vinnukona, bústýra fæddist þar 25. nóvember 1900 og lést 9. júlí 1955.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Jónsson Borgfjörð cand. phil., pósthúsþjónn í Reykjavík, f. 30. ágúst 1870, d. 8. febrúar 1902 og barnsmóðir hans Guðrún Guðbjörg Guðmundsdóttir á Kirkjulandi, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 12. júní 1873, d. 13. nóvember 1918

Guðbjörg móðir Ástu var systir Steinunnar á Túnsbergi.

Ásta var tökubarn hjá Steinunni og Þorleifi á Kirkjulandi í A.-Landeyjum 1901 og 1910, bjó hjá þeim á Ljótarstöðum þar 1919, flutti með þeim til Eyja á því ári. Hún var námsmær í Reykjavík 1920.
Hún fæddi Steinunni á Túnsbergi 1926. Barnið ólst upp hjá Steinunni ömmusystur sinni á Túnsbergi og Þorleifi Einarssyni.
Hún fæddi Barða á Svalbarði í Reykjavík 1928.
Ásta varð ráðskona hjá Guðmundi Helgasyni á Kalmanstjörn 1940 og Hjalteyri 1949, síðast á Hólagötu 27. Hún lést 1955.


I. Barnsfaðir Ástu var Frans Albert Andersen bókhaldari, endurskoðandi í Reykjavík, f. 29. október 1895 á Aðalstræti 16, d. 31. október 1966.
Barn þeirra:
1. Steinunn Þorleifs Andersen húsfreyja, fóstra, f. 23. júní 1926, d. 11. desember 1999.

II. Barnsfaðir Ástu var Hjalti Árnason verslunarmaður í Kaupmannahöfn, f. 12. ágúst 1903, d. 28. júní 1961.
Barn þeirra:
2. Barði Hjaltason, f. 8. desember 1928, d. 9. febrúar 1945.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.