Ásbjörg Einarsdóttir (Uppsölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ásbjörg Einarsdóttir frá Hrútafellskoti efra u. Eyjafjöllum, vinnukona fæddist 24. maí 1865 og lést 9. febrúar 1952.
Foreldrar hennar voru Einar Einarsson bóndi í Hrútafellskoti efra, f. 11. ágúst 1821, d. 27. janúar 1902, og kona hans Oddný Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1826, d. 18. nóvember 1899.

Bróðir hennar var Guðmundur Einarsson bóndi á Leirum u. Eyjafjöllum, síðan verkamaður í Uppsölum.

Ásbjörg var með foreldrum sínum í Hrútfellskoti efra 1870, á Hrútafelli 1880, var vinnukona á Rauðafelli 1890, á Seljavöllum 1901.
Hún fluttist til Eyja 1903, var lausakona í Laugardal 1908, vinnukona í Norður-Gerði 1910, leigjandi í Uppsölum 1914 og 1915, vinnukona á Heiði 1920, síðar á Reynishólum í Mýrdal.
Ásbjörg var ógift og barnlaus í Eyjum.
Hún lést 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.