Ásbjörg Einarsdóttir (Uppsölum)
Ásbjörg Einarsdóttir frá Hrútafellskoti efra u. Eyjafjöllum, vinnukona fæddist 24. maí 1865 og lést 9. febrúar 1952.
Foreldrar hennar voru Einar Einarsson bóndi í Hrútafellskoti efra, f. 11. ágúst 1821, d. 27. janúar 1902, og kona hans Oddný Arnoddsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1826, d. 18. nóvember 1899.
Bróðir hennar var Guðmundur Einarsson bóndi á Leirum u. Eyjafjöllum, síðan verkamaður í Uppsölum.
Ásbjörg var með foreldrum sínum í Hrútfellskoti efra 1870, á Hrútafelli 1880, var vinnukona á Rauðafelli 1890, á Seljavöllum 1901.
Hún fluttist til Eyja 1903, var lausakona í Laugardal 1908, vinnukona í Norður-Gerði 1910, leigjandi í Uppsölum 1914 og 1915, vinnukona á Heiði 1920, síðar á Reynishólum í Mýrdal.
Ásbjörg var ógift og barnlaus í Eyjum.
Hún lést 1952.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.