Ágústa Kristjánsdóttir (snyrtifræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Kristjánsdóttir, húsfreyja, snyrtifræðingur fæddist 28. september 1964 í Eyjum.
Foreldrar hennar Kristján Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri, bifvélavirki, löggiltur bílasali, f. 22. ágúst 1945 að Heimagötu 22, og kona hans Magnúsína Ágústsdóttir frá Helli við Vestmannabraut 13b, húsfreyja, f. 19. mars 1946.

Ágústa lærði snyrtifræði, rak fyrirtækið ,,Snyrtistofa Ágústu“ í Rvk.
Þau Gylfi Þór hófu sambúð, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ágústu er Gylfi Þór Rútsson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri í Rvk, f. 6. ágúst 1962.
Börn þeirra:
1. Karen Ósk Gylfadóttir, f. 8. mars 1988 í Rvk.
2. Lilja Gylfadóttir, f. 31. júlí 1993 í Rvk.
3. Magnús Ingi Gylfason, f. 24. september 1998.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.