Ágúst V. Einarsson (húsasmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágúst Vernharður Einarsson úr Reykjavík, sjómaður, húsasmiður fæddist 29. október 1951.
Foreldrar hans voru Einar Ágústsson byggingameistari, f. 15. apríl 1923, d. 8. janúar 2016, og kona hans Hrefna Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1931, d. 23. september 2017.

Ágúst lærði húsasmíði hjá föður sínum, varð sveinn 1993.
Hann flutti til Eyja 1971, stundaði sjómennsku, en húsasmíði milli úthalda. Hann fór í land 1997 og hefur unnið við smíðar síðan.
Þau Edda giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Bröttugötu 19.

I. Kona Ágústs, (29. desember 1973), er Edda Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 14. mars 1954.
Börn þeirra:
1. Einar Ágústsson vélvirkja- og rafvirkjameistari, f. 16. júlí 1976. Kona hans Elva Tryggvadóttir.
2. Ástþór Ágústsson, BA-próf í leiklist, rafvirki, f. 26. maí 1979, ókvæntur.
3. Kristján Ágústsson starfsmaður Securitas, f. 1. mars 1991. Sambúðarkona hans Elísabet Eir Reynisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.