Ágúst Bergsson (Hörgsholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágúst Bergsson.

Ágúst Bergsson frá Hörgsholti við Skólaveg 10, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, verkstjóri fæddist 19. september 1937 á Dyrhólum við Hásteinsveg 15b.
Foreldrar hans voru Bergur Elías Guðjónsson útgerðarmaður, f. 10. júní 1913, d. 7. júní 2003, og kona hans Guðrún Ágústsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1916, d. 30. mars 2013.

Börn Guðrúnar og Bergs Elíasar:
1. Ágúst Bergsson skipstjóri, f. 19. september 1937. Kona hans Stefanía Guðmundsdóttir.
2. Margrét Klara Bergsdóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1941, d. 22. júní 2011. Maður hennar Birgir Símonarson.
3. Kristín Bergsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1945. Maður hennar Kristmann Karlsson.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk vélstjóranámskeiði í Eyjum, Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1961.
Ágúst var sjómaður, vélstjóri 1956-1959, skipstjóri 1961-1972. Hann var verkstjóri við byggingaáætlun Eyjanna 1974-1976, síðan skipstjóri á Lóðsinum.
Þau Stefanía eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 3, Ásavegi 5, síðar á Illugagötu 35.

I. Kona Ágústs er Stefanía Guðmundsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 16. janúar 1941.
Börn þeirra:
1. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri í Eyjum og á Húsasvík, ráðgjafi, f. 7. júlí 1963. Fyrrum kona hans Berglind Steinþórsdóttir. Kona hans Bryndís Sigurðardóttir.
2. Sigurbjörg Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, vinnur við heilsurækt, f. 20. júlí 1969. Fyrri maður hennar Sveinn Sigurðsson, látinn. Síðari maður hennar Hafþór Hafsteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslod.is.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.