Vilborg Guðmundsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. maí 2013 kl. 18:38 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. maí 2013 kl. 18:38 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Vilborg Guðmundsdóttir''' húsfreyja í Norðurgarði, síðar húsfreyja í Dölum, fæddist 1823, var á lífi 1870.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðm...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar húsfreyja í Dölum, fæddist 1823, var á lífi 1870.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Norðurgarði, f. 17. október 1790, d. 18. ágúst 1846, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1798.

Vilborg var húsfreyja í Norðurgarði 1845 og 1850 með Pétri Magnússyni og dóttur þeirra Elínu Pétursdóttur (nefnd Elína þar). Við manntal 1860 var hún húsfreyja í Dölum með Guðna Guðnasyni bónda og dóttur sinni Elínu Pétursdóttur 16 ára og dóttur þeirra Guðnýju Guðnadóttur 5 ára. Við manntal 1870 bjuggu þau enn í Dölum, hann sjávarbóndi. Bæst hefur við barnið Jónína Guðnadóttir 7 ára.
Vilborg var tvígift:
I. Fyrri maður Vilborgar var Pétur Magnússon bóndi í Norðurgarði, f. 29. ágúst 1820, d. 1. október 1850.
Barn þeirra hér var:
1. Elín Pétursdóttir, f. 10. september 1845, d. 24. janúar 1926.
II. Síðari maður Vilborgar var Guðni Guðnason bóndi í Norðurgarði og Dölum, f. 24. apríl 1828 í Reynisholti í Mýrdal, d. 27. mars 1875 í Dölum.
Börn þeirra hér voru:
2. Guðný Guðnadóttir, f. 16. október 1856, d. 8. nóvember 1931.
3. Jónína Guðnadóttir, síðar í Haga, f. 14. maí 1863, d. 18. júní 1930.


Heimildir