Guðrún Jónsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 1798 og lést 19. september 1873.
Faðir hennar var Jón bóndi á Brekkum í Hvolhreppi í Rangárv.sýslu, f. 1762, d. 12. febrúar 1842, Þorbjörnsson bónda á Brekkum, f. 1727, d. 15. september 1805, Brandssonar bónda í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, f. 1694, á lífi 1745, Halldórssonar, og konu Brands, Guðleifar húsfreyju, f. 1694, d. 7. mars 1763, Bergþórsdóttur.
Móðir Jóns á Brekkum og kona Þorbjörns Brandssonar var Guðrún húsfreyja, f. 1729, d. 11. júní 1803, Gunnarsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1697, d. 27. október 1768, Helgasonar, og konu hans, Þorbjargar húsfreyju, f. 1709, d. 15. febrúar 1759, Snorradóttur.

Móðir Guðrúnar húsfreyju í Norðurgarði og kona Jóns Þorbjörnssonar var Vilborg húsfreyja, f. 1763, d. 14. febrúar 1843, Jónsdóttir bónda á Lágafelli í A-Landeyjum, f. 1736, á lífi 1768, Guðbrandssonar bónda á Minni-Moshvoli, f. 1690, Lafranssonar, og konu hans, Helgu húsfreyju, f. 1698, Sveinsdóttur.
Móðir Vilborgar Jónsdóttur og kona Jóns Guðbrandssonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 1735, d. 13. júlí 1814, Pálsdóttir bónda á Grjótá í Fljótshlíð, f. 1698, Eyjólfssonar, og konu Páls á Grjótá, Vilborgar húsfreyju, f. 1698, Árnadóttur.

Guðrún var ekki hjá foreldrum sínum á Brekkum 1801, var 14 ára í Norðurgarði 1812, bróðurdóttir Sigríðar Þorbjörnsdóttur húsfreyju, konu Þórðar Sigurðssonar bónda og lögsagnara þar. Hún var ógift vinnukona þar við manntal 1816, en veðurteppt undir Eyjafjöllum.
Hún var orðin húsfreyja í Norðurgarði 1820 og enn 1845, móðir húsfreyju í Norðurgarði 1850, tengdamóðir húsbóndans Brynjólfs Halldórssonar 1855 og 1860.
Guðrún ól 14 börn, en 10 þeirra dóu úr ginklofa í frumbernsku og eitt barn fæddist andvana.
Guðrún lést 1873 „úr ellilasleika ásamt sóttveiki“.

Maður Guðrúnar, (21. september 1817), var Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Norðurgarði f. 17. október 1790, d. 18. ágúst 1846.

Börn Guðrúnar og Guðmundar hér:
1. Elín Guðmundsdóttir, f. 11. september 1818, d. 16. september úr ginklofa.
2. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 29. september 1819, d. 4. október 1819 úr ginklofa.
3. Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 4. desember 1820, d. 13. desember úr ginklofa.
4. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. júní 1822, d. 29. júní 1822 úr „sinadráttarsjúkdómi“, þ. e. stífkrampi, ginklofi.
5. Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar í Dölum, f. 12. september 1823, d. 6. maí 1903.
6. Andvana fætt stúlkubarn 18. október 1824.
7. Sveinn Guðmundsson, f. 4. apríl 1826, d. 7. apríl 1826 úr ginklofa.
8. Eyjólfur Guðmundsson, f. 24. ágúst 1827, d. 31. ágúst 1827 úr ginklofa.
9. Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
10. Jón Guðmundsson vinnumaður, húsmaður í Hólshúsi, f. 18. júlí 1830, d. 4. ágúst 1858.
11. Ingvar Guðmundsson, f. 3. júlí 1832, d. 11. júlí 1832 úr ginklofa.
12. Ingvar Guðmundsson, f. 8. september 1834, d. 22. september 1834 úr ginklofa.
13. Margrét Guðmundsdóttir, f. 7. apríl 1836, d. 16. apríl 1836 úr ginklofa.
14. Guðmundur Guðmundsson, f. 8. október 1840 í Norðurgarði, d. 15. október 1840 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.