Vigfús Jónsson (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. apríl 2014 kl. 22:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. apríl 2014 kl. 22:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Vigfús Jónsson (Hólshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi fæddist 6. október 1822 og lést í apríl 1867.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson eldri bóndi á Gjábakka, f. 1789, d. 21. mars 1838, og kona hans Margrét Vigfúsdóttir húsfreyja, skírð 1795, d. 23. febrúar 1836.

Vigfús var 12 ára niðursetningur á Kanastöðum í A-Landeyjum 1835, vinnumaður á Snotru þar 1840, vinnumaður á Bergþórshvoli í V-Landeyjum 1845.
Á árinu 1850 var hann vinnumaður í Stakkagerði hjá Ásdísi Jónsdóttur og Anders Asmundsen skipstjóra, og þar var Margrét Skúladóttir, síðar fyrri kona hans, vinnukona.
Hann var 37 ára ekkill í Hólshúsi 1860 með drengina Markús 9 ára og Anders Vilhelm 8 ára og bústýruna Kristínu Jónsdóttur 39 ára. Hún var systir Vigfúsar.
Vigfús kvæntist aftur og þá Nikólínu Ottadóttur hálfsystur Margrétar fyrri konu sinnar. Hún lifði Vigfús.

I. Fyrri kona Vigfúsar var Margrét Skúladóttir húsfreyja í Hólshúsi, f. 11. nóvember 1824, d. 16. október 1859.
Börn þeirra hér nefnd voru:
1. Markús Vigfússon, f. 25. desember 1851. Hann fór til Utah 1886 með konu og 3 börn sín, d. 6. desember 1921 í Spanish Fork.
2. Anders Vilhelm Vigfússon, f. 7. júlí 1853.
3. Friðrik Ólafur Vigfússon, f. 9. júní 1855, d. 3. júlí 1855.
4. Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir, f. 23. október 1857, d. 10. maí 1942.

II. Síðari kona Vigfúsar, var Nikolína Ottadóttir, f. 12. júní 1830, d. 21. apríl 1912.
Börn þeirra hér:
Kristín Vigfúsdóttir, f. 1861.
1. Kristín Vigfúsdóttir, f. 1861.
2. Sigríður Vigfúsdóttir, f. 6. september 1862.
3. Friðrik Vigfússon, f. 4. apríl 1864, d. 14. apríl 1864 úr ginklofa.
4. Dagbjartur Vigfússon (Anderson), f. 7. september 1865. Hann var vinnumaður í Stóra Gerði 1890, fluttist til Vesturheimns og var hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimstyrjöldinni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.