Una Dagstyggsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Una Dagstyggsdóttir húsfreyja fæddist 1713 og lést 2. janúar 1789, 76 ára.
Faðir hennar var sennilega Dagstyggur Guðmundsson búandi í Hólshúsi 1735.
Una var ekkja í Svaðkoti við andlát.

Bróðir hennar var Ögmundur Dagstyggsson bóndi í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (nú Bólstaður) í A-Landeyjum, f. 1724, líklega í Eyjum, d. 27. september 1805.
(Dánarskrár voru fyrst haldnar í Eyjum 1785, gloppóttar 1813-1816. Fermingar-, hjónabands- og fæðingaskrár voru fyrst haldnar 1786).



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.