Tyrkjabyssan

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Tyrkjabyssan
Tyrkjabyssan

Vorið 1968 var sanddæluskipið Vestmannaey að vinna við dýpkun Vestmannaeyjahafnar.Þá komu einkennilegir hlutir upp í sogdælupípuna. Var þetta hólkur ásamt hylki úr eirblendi. Ákvað verkstjórinn að gefa Byggðasafninu fundinn.

Margar spurningar voru í kringum þennan hlut þannig að ákveðið var að senda málaða mynd af gripnum til íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og Lundúna. Voru það breskir fræðimenn sem fullyrtu að þetta væri byssuhlaup og skothylki frá miðöldum. Þessar byssur voru gjarnan notaðar á Miðjarðarhafi á skipum norður-afrískra sjóræningja.

Gripurinn er til sýnis á Byggðasafninu.


Heimildir

  • Tyrkjabyssan. Byggðasafn Vestmannaeyja - Minjaskrá. Hlutur 1260.