Toppönd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Toppönd (Mergus serrator)

Toppendur eru önnur tveggja tegunda fiskianda hér á landi, hin kallast gulönd. Fiskiendur eru kafendur sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna.

Toppendur eru algengar hér um allt land nema á hálendinu. Stofnstærðin er talin 2.000–4.000 varppör en allstór hluti stofnsins hefur hér vetursetu eða á bilinu 5.000–15.000 fuglar, sem halda sig þá mest á sjó meðfram ströndum landsins.

Sumarheimkynnin eru við veiðivötn og ár en einnig að hluta til á grunnsævi. Varpsvæði eru lyngmóar eða kjarrlendi, en toppendur fela hreiður sín einkar vel og verpa því gjarnan í holur og glufur. Toppönd ein prófaði eitt sinn varp í Hrauney en mun ekki hafa gert það oftar en einu sinni. Hefur návistin við veiðimenn haft eitthvað að segja varðandi næðið. Varptíminn er í júní og fram í ágúst. Eggin eru 7–12 talsins. Heimilt er að veiða toppendur og mun eitthvað gert af því.


Heimildir