„Taflfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
→‎Tíundi áratugurinn: Bókagjöf Sigmundar bakara
(→‎Blómaskeið 2003-11: Bold fyrirsagnir)
(→‎Tíundi áratugurinn: Bókagjöf Sigmundar bakara)
Lína 201: Lína 201:
Hér á eftir að koma eitthvað frá Stebba Gilla, Sigurjóni og fleirum.
Hér á eftir að koma eitthvað frá Stebba Gilla, Sigurjóni og fleirum.
Á landsmótinu í skólaskák vorið 2001 varð [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] í öðru sæti í eldri flokki. Þá lenti [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] í öðru sæti á unglingameistaramóti Íslands sem haldið var á Akureyri í byrjun nóvember 2001.
Á landsmótinu í skólaskák vorið 2001 varð [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] í öðru sæti í eldri flokki. Þá lenti [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] í öðru sæti á unglingameistaramóti Íslands sem haldið var á Akureyri í byrjun nóvember 2001.
'''Haustmót 2001:''' Sigurvegari varð [[Sverrir Unnarsson]], en í öðru sæti urðu þeir [[Sigurjón Þorkelsson]] og [[Ágúst Örn Gíslason]] jafnir. Á Skákþingi Akureyrar 2002 sigraði [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]. Í október 2002 kom bandaríski skákmaðurinn og pókerspilarinn '''Ylon Schwartz''' til Eyja og sigraði á hraðmóti sem sett var upp í tilefni af komu hans.  31. ágúst 2003 varð [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] Norðurlandameistari með Menntaskólanum á Akureyri. Hinn 2. nóvember 2003 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] tók þátt á HM ungmenna.  
'''Haustmót 2001:''' Sigurvegari varð [[Sverrir Unnarsson]], en í öðru sæti urðu þeir [[Sigurjón Þorkelsson]] og [[Ágúst Örn Gíslason]] jafnir. Á Skákþingi Akureyrar 2002 sigraði [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]. Í október 2002 kom bandaríski skákmaðurinn og pókerspilarinn '''Ylon Schwartz''' til Eyja og sigraði á hraðmóti sem sett var upp í tilefni af komu hans.  31. ágúst 2003 varð [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] Norðurlandameistari með Menntaskólanum á Akureyri. Hinn 2. nóvember 2003 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]] tók þátt á HM ungmenna.
Er '''[[Sigmundur Andrésson]]''' bakari gaf félaginu skákbækur sínar á páskadag 27. mars 2005, ræða hans af því tilefni;
Kæru félagar, Það er mér sönn ánægja að koma hér í þetta nýja húsnæði ykkar, sem Taflfélagið nú loks hefur eignast og ræður eftir vild og þörfum.
Ég þekki það að húnæðisskortur hefur oft staðið Taflfélaginu fyrir þrifum, þar sem stundum var ekki á vísan að róa og ekki almennilega hægt að koma fyrir þessum fáu hlutum sem við þó áttum. En nú sé ég að það er farið að birta til og stytta upp með bjartari tíma framundan og ég veit að starf ykkar undanfarin ár hefur borið árangur og það sem mest er um vert er að farið er að hlúa að unga fólkinu börnunum, sem nú fá tækifæri til að læra og iðka skák.  Og ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarvegi, eins og Þorsteinn Erlingsson sagði í einu kvæða sinna. Ég má heldur ekki gleyma að minnast á þá skákvakningu sem hefur orðið á öllu landinu undanfarin ár með tilkomu Hrafns Jökulssonar, sem hefur gert stórvirki með Hróknum og heimsóknum í alla barnaskóla landsins og nú síðast Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem orðin er fyrsti kvenforseti Skáksambands Íslands, sem segir skákina verða til þess að örva einstaklinginn til að hugsa sjálfstætt og að það sé bara hann einn sem tekur ákvarðanir um næsta leik. Ennfremur spáir hún því að eftir tíu ár verðum við íslendingar orðnir ein af 10 sterkustu skákþjóðum heims. Gaman ef það rættist, þetta var vel mælt og hafi hún heiður fyrir.
Ég var tíu ára gamall er ég lærði mannganginn og fór að tefla, en það kom ekki til af góðu.  Ég var í sveit og féll þar af hestbaki og sú bylta átti eftir að valda því að ég varð að liggja á spítala í þrjú og hálft ár. En svo heppinn var ég að lenda á þriggja manna stofu með tveim öðrum drengjum, Birni Svanbergssyni ættuðum frá Grænumýrartungu í Hrútafirði og Guðjóni M. Sigurðssyni úr Reykjavík. Þeir lágu báðir í gifsi með bakið og gátu aðeins lyft höfðinu frá koddanum. Ég var í gifsi með fótinn frá ökla og uppá brjóst. Gaui var 8 ára, ég 10 en Bjössi 12 ára. Og það má segja að við höfðum ekkert gert nema að læra, lesa og tefla. Og það var teflt meira og minna hvern einasta dag. Allir með taflborðin á maganum og leikirnir kallaðir á milli. Ég slapp út nokkuð á undan þeim. Þeir fóru síðar strax í Taflfélag Reykjavíkur og fóru báðir fljótlega í fyrsta flokk. Og svona til að monta mig svolítið þá vorum við allir á svipuðu róli í skákinni, unnum og töpuðum á víxl. Guðjón M. varð síðar einn að sterkustu skákmönnum landsins, Reykjavíkurmeistari og fleira. Björn varð líka vel þekktur skákmaður. Ég fór aftur á móti heim til Eyrarbakka og þar var ekkert teflt. En atvinnu minnar vegna tímdi ég aldrei að fórna tíma í skákina fyrr en ég hætti bakstri og gat farið að taka það rólega. Þá fór ég strax í Taflfélag Vestmannaeyja og naut þess á allan máta að tefla og ekki síður að vera með þessum góðu félögum mínum. Það voru oft skemmtilegar stundir sem við áttum saman, en aldrei man ég eftir því að hafa unnið eitt einasta mót utan eitt Metabómót, það sést í gögnum félagsins. Svona er nú hégómaskapurinn í mér á háu stigi að ég hef stundum gaman að því.
Ég vil að lokum þakka samveruna og færi félaginu um leið nokkrar skákbækur og úrklippur frá því 1980 úr bæjarblöðunum, sem bæði ég og aðrir hafa skrifað til dagsins í dag.  Og þar má fylgjast með starfi félagsins samfellt yfir 20 ára tímabil. Ég reyni að fylgjast með því sem skrifað er um skák hér í blöðin, sem er mjög vel gert, en ég fæ nú einnig fréttir af helstu málum frá þeim Sigurjóni Þorkelssyni og Stefáni Gíslasyni, en þó mestar frá vini mínum Viktori Sigurjónssyni, sem veit allt um skák bæði hér í bæ, Moskvu, París eða Póllandi og miklu víðar.  Ég þakka fyrir mig.


== Húsnæðiskaup 2004 ==
== Húsnæðiskaup 2004 ==
494

breytingar

Leiðsagnarval