Sveinsstaðir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2012 kl. 13:40 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2012 kl. 13:40 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

ctr

SVEINSSTAÐIR í EYJUM.
Sveinsstaði byggði Sveinn Jónsson trésmiður 1893. Sveinn var fæddur að Steinum undir Eyjafjöllum 19. april 1862. Kona Sveins var Guðrún Runólfsdóttir frá Grindavík, f. 26. nóv. 1862.
Á myndinni f.v.:
1. Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, með (2) Ársæl Sveinsson (f. 31. des. 1893), son þeirra hjóna, í keltu sér. Ársæll er nú einn af kunnustu útgerðarmönnum hér í Eyjum og er nú forseti bœjarstjórnar Vestmannaeyja.
3. Sveinn Jónsson trésmiður.
4. Sveinn Magnús Sveinsson, kenndur við Völund í Reykjavik og var eigandi hans, f. 19. okt. 1891.
5. Júlíana Sveinsdóttir listmálari, f. 1. júli 1889.
6. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. jan. 1887.
Fimmta barn þeirra hjóna er Sigurður bifreiðarstjóri og kaupmaður hér í Eyjum. (Blik 1958).


Þegar byrjaði að gjósa bjuggu Gunnar Jónas Jónsson, Ingimundur Axelsson og Steinunn Helga Axelsdóttir í húsinu. Húsið fór undir hraun í gosinu árið 1973.


Heimildir