Stuttnefja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. febrúar 2006 kl. 19:11 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2006 kl. 19:11 eftir Frosti (spjall | framlög) (texti frá Náttúrugripasafni og nemendum FÍV)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Uria lomvia

Stuttnefja er af svartfuglaætt. Suttnefjan er mjög lík langvíu í útliti og háttum, og er því augljóst er að tegundirnar eru náskyldar. Helsti munurinn er fólginn í því að stuttnefjan hefur syttra nef en langvían, eins og nafnið gefur til kynna, svo hefur hún hvíta munnrák. Stuttnefjan er algjör sjófugl og bjargfugl eins og frænkur hennar langvíurnar og ákurnar. Hún er mikill sundgarpur og kafari, talin geta kafað niður á allt að 75m dýpi. Hún er um 40 cm á lengd, 1 kíló á þyngd og vænghaf hennar er 65-73 cm.Varpheimkynni hennar eru á norðlægari slóðum en langvíu, allt í kringum pól við Íshafið, Atlantshaf og Kyrrahaf.

Stuttnefjan nærist á allskyns fæðu úr sjónum, einkum fiski sem gengur í torfum við yfirborðið, krabbadýrum, skeldýrum og ormum. Eins og áður hefur komið fram er hún bjargfugl og verpir þar á þröngum syllum, í nábýli við álkur og langvíur. Stuttnefjan er mjög félagslynd um varptímann og fyrir varp eru eltingaleikir og fjöldaköfun algeng fyrirbrigði á sjónum. Átök eru sjaldgæf. Fátt er vitað um hana yfir vetrarmánuðina. Á vorin koma stuttnefjur á varpstöðvar sínar um mánaðarmót mars og apríl. Fyrst um sinn halda þær sig á sjónum en leita svo upp í björgin.

Mikið er að gerast í tilhugalífinu, við að endurheimta hreiður og maka. Hjúskapurinn er einkvæni. Hún verpir um miðjan maí, og alltaf einu eggi, sem er ljósblágrænt með marglituðum yrjum, sjaldan þó rauðum. Það tekur 4-5 vikur fyrir eggið að klekjast út. Makarnir skipta útungunar- og uppeldisstörfum á milli sín. Unginn er ófleygur þegar hann fer á sjóinn. Fyrst um sinn sér stuttnefjukarlinn um uppeldi ungans á sjónum, en sjórinn verður hans heimkynni þar til hann verður kynþroska. Nytjarnar eru, eins og hjá öðrum bjargfuglum, eggjataka og einnig er eitthvað af fugli skotinn á sjó.