Skúmur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Skúmur (Stercorarius skua)

  • Lengd: 53-60 cm.
  • Fluglag: Er kröftugur flugfugl og ótrúlega fimur þrátt fyrir þyngslalegan vöxtinn. Hann minnir um margt á ránfugl og ræðst á aðra fugla, jafnvel þótt þeir séu stærri en hann sjálfur.
  • Fæða: Étur nánast hvað sem er, meðal annars hræ og ýmsan úrgang, en fiskur er uppistaðan í fæðu hans. Mikið er um að skúmurinn komi til Vestmannaeyja til að ná sér í fugl og er lundi í uppáhaldi. Skúmurinn drekkir lundapysjum með því að slá þeim í kaf aftur og aftur.
  • Varpstöðvar: Skúmurinn er úthafsfugl utan varptíma, en verpir einkum á grónum söndum nálægt sjó. Hann verpir ekki við Vestmannaeyjar en sá skúmur sem er við Vestmannaeyjar verpir á Landeyjasandi.
  • Hreiður: Verpir í grunna laut, oftast í dreifðum byggðum, en utan varptímans er hann yfirleitt einn síns liðs.
  • Egg: Oftast tvö, frá ljósgráu og grænleitu yfir í rauðbrúnt, með dökkum flikrum.
  • Heimkynni: Meirihluti Norður-Atlantshafsstofnsins verpir á Íslandi og Hjaltlandi, en annars eru aðalheimkynni tegundarinnar í Suður-Íshafi.