Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Sjávartengt nám hjá Visku

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2018 kl. 10:54 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2018 kl. 10:54 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: Sjávartengt nám hjá Visku í Vestmannaeyjum 2009-2010 yrir tveimur árum ákváðum við hjá Visku að fara af stað með „pungaprófið“ 30 tonna skip- stjórnarréttindi....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sjávartengt nám hjá Visku í Vestmannaeyjum 2009-2010

yrir tveimur árum ákváðum við hjá Visku að fara af stað með „pungaprófið“ 30 tonna skip- stjórnarréttindi. Það var öðru sinni sem slíkt verk- efni er unnið hjá Visku,en áður hafði slíkt verkefni verið unnið í samvinnu við Sauðárkrók. Þá voru staðnemar hér í Eyjum en fjarnemar á Króknum. Árið 2008 var slíkt verkefni svo unnið í samvinnu við símenntunarmiðstöðina Símey, eða öllu heldur útibúið á Dalvík. Fjórtán nemar sátu hér í Eyjum og aðrir tjórtán á Dalvík. Sumir í Dalvíkurhópn- um keyrðu innan af Akureyri út á Dalvík til að sitja tíma tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Verkefnið gekk vel og voru menn sammála um að þetta fyr- irkomulag væri þess eðlis að rétt væri að reyna það oftar. Reyndar var mikil óvissa um þessa menntun því breytingar urðu á reglugerðum og var hið eig- inlega „pungapróf‘ lagt niður og þess í stað skyldi nú tala um smábátanám. Skiptist það eftir lengdum skipa og eðli skipanna. Til eru réttindi á skemmti- skip, á 12 metra skip og svo koll af kolli. Óvíst var með rétt hinna ýmsu skóla til að kenna námskrána og var dreifbýlið í raun aðeins í uppnámi í þessu nýja námsumhverfi skipstjómarréttindanna. Það var svo einn daginn að til mín kom maður hér í Vestmannaeyjum og sagði að nú væri það bara svo að hann og fleiri væru að fara af stað með tuðrusigl- ingar og þeir þyrftu réttindi til að svo gæti orðið. Hvort það væri ekki fræðilegur möguleiki að við kenndum 12 metra réttindin. Nú er það alveg ljóst að Viska getur það ekki án samstarfs við skóla sem hefur á að skipa réttindakennara í greininni. Fór- 60

um við Baldvin aðstoðarskólameistari FÍV, þá í að skoða hvort þetta væri ekki hægt og ákváðum að auglýsa námskeiðið í framhaldi af því. I mars sl. fór auglýsing um 120 kennslustunda námskeið til að öðlast réttindi á 12 metra báta eins og eldur í sinu um landið. Gerð var krafa um 10 þátttakendur að lágmarki. Námskeiðið var samstarfsverkefni Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum og Visku símennt- unarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Boðið var upp á að taka námskeiðið í fjarfundi og er óhætt að segja að undirtektirnar hafi verið góðar. Samstarfsfólk okkar í hinum símenntunarmiðstöðvunum auglýsti á sín- um vefsíðum eða bæjarblöðum og úr varð hópur upp á þrjátíu og tvo einstaklinga. Fimmtán voru Eyjamennirnir, þar af tvær konur, en aðrir nemendur voru á Grundarfirði, Akureyri, Þórshöfn, Húsavík og í Reykjanesbæ. Fór kennsla fram tvisvar í viku síðdegis og fram á kvöld og svo u.þ.b. annan hvern laugardag og stóð yfir í tvo mán- uði. I byrjun maí var hópurinn svo allur saman kom- inn í Vestmannaeyjum til að taka Slysavarnaskóla sjómanna og verklega þætti námsins. I aðdragand- anum að þeirri heimsókn fékk undirrituð allmargar hringingar frá þátttakendum sem ekki sáu neinn til- gang í því að koma til Vestmannaeyja. Væri þetta ekki fjamám og væri ekki hægt að Ijúka því þannig. Að lokinni heimsókn þökkuðu þessir sömu einstak- lingar tyrir að ekki skyldi hafa verið gefið eftir að þeir kæmu hingað. Ferðin hingað væri toppurinn á náminu í heild og Ijóst að ekki væri hægt að keyra SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA  námskeiðið nema með svona staðlotu í lokin. Svo væri bara svo gaman að koma hingað, hitta samnem- endur sína hér og síðast en ekki síst að hitta kenn- arana í eigin persónu. Við það bættist svo útsýnið yfir gosstöðvarnar. Námskeiðið gekk ágætlega þrátt fyrir ýmsar upp- ákomur í tengingum til hinna dreifðu byggða á fastalandinu. Aðeins einn þáttur verkefnisins hefur truflað og er það slysavamarþátturinn. Námskráin kveður á um fimmtán tíma en það dugar ekki þeim sem ætla að fara á sjó á stærri skipum og ekki heldur þeim sem sækja námið til þess að nýta réttindin til að selja ferðamönnum ferðir á sjó. Ef við kennum námskeið af þessu tagi aftur munum við huga að því að bæta við slysavamarþáttinn til að réttindin verði meiri. Hins vegar voru fyrir því ýmsar ólíkar ástæður að menn sóttu þetta tiltekna nám núna eins og undirrituð gat í ræðu sinni við útskrift. Grípum niður í þá ræðu: „Strandveiðar er líklega eitthvað sem einhver ykkar stefna á meðan aðrir hugsa sér að nýta sér ný- fengna þekkingu sína til að selja ferðamönnum ferð- ir um einstaka náttúru sem við eigum öll í kringum okkur. Við aðkomumennina vil ég segja að ég fagna að þið komuð hingað þrátt fyrir að sumum ykkar fyndist það mikil tilætlunarsemi og fyrirhöfn. Eg veit hins vegar að þið hafið notið komunnar hing- að og eigið örugglega eftir að koma hingað aftur. Blíðviðrið og útsýni til hamfaranna í Eyjaijallajökli er svo kaupbætir sem við seldum ykkur ekki en þið hafið fengið að njóta hér hjá okkur því fáir hafa aðra

eins sýn yfir gosstöðvamar eins og við gemm. A. Jensen segir að besta námsumhverfið sé eins og gott kaffihús. Það leggur ekki bara til ómissandi hráefni heldur býður það upp á mikið úrval til að fullnægja ólíkum bragðsmekk einstaklinga. Þetta veitir nemendum svigrúm til að uppgötva sitt nátt- úrulega áhugasvið, hneigðir og sérstaka hæfileika (Jensen, A.,1998). Þetta höfum við nú gert á síð- ustu vikum. Við höfúm lagt ykkur til hráeíni ýmissa bragðtegunda sem þið nú kryddið hver á sinn hátt þegar þið farið heim aftur eða til starfa hér heima og gerið ykkur mat úr því sem þið hafið aflað ykkur hjá okkur í þessu verkefni.“ Þegar smábátanámið var farið af stað heimsótti mig maður til að segja mér að „pungaprófið“ sem hann hafði lært hjá Visku fyrir tveimur árum nægði honum ekki lengur til þeirra starfa sem hann hugðist nýta það í. Nú væri alger nauðsyn að fara af stað með vélgæslu til að þeir sem námið hefðu sótt, væru löglegir. Það var svo á upphafsdögum maímánaðar að Viska og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fóru í sameiningu af stað með áttatíu og fimm stunda námskeið í vélgæslu og stendur það nám yfir nú. Á því námskeiði eru ellefu þátttakendur sem hittast um helgar og tók Gísli Eiríksson að sér að kenna þeim leyndardóma vélarinnar. Honum er það ekki alveg ókunnugt því hann hefur á sl. ári unnið mjög náið með Visku að raunfærnimati í vélstjórnargreinum. Það verkefni er tilraunakeyrt hér í Vestmannaeyj- um. Þeir sem hafa rétt til að fara í raunfærnimat eru menn með a.m.k. fimm ára starfsreynslu sem vél- stjórar og hafa náð 25 ára aldri en hafa ekki nægileg réttindi til að gegna viðkomandi stöðu. Raunfærni- matið fer þannig fram að þátttakendur fá gátlista með spurningum úr viðkomandi greinum. Þar meta þeir færni sína í þeim greinum sem þeir vilja fara í mat í. þegar því er lokið mæta þeir í sjálft matið þar sem kunnáttan er könnuð af fagaðilum. Standist þeir matið í viðkomandi áfanga telst honum lokið. Þetta fyrirkomulag byggir á því að ekki skiptir máli hvar eða hvernig viðkomandi aflaði sér þekking- arinnar heldur því hvort hann hefúr þekkinguna eða ekki. Með þessum hætti má stytta sér verulega sjálfa skólagönguna. Framhaldsskólinn og Viska ákváðu að ríða á vaðið og var farið af stað með þetta í vet- ur. Þar á undan höfðu starfsmenn bæði frá Visku og Framhaldsskólanum sótt námskeið í raunfærni- mati og sjálft matið var svo unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og fagaðila í grein- inni. í matsferlinu eru níu vélstjórar og hafa margir þeirra þegar lokið sínum hluta og stytt skólagönguna um allt frá 10 til 28 einingar (ein önn telst á bilinu 16-18 einingar). Það er Iðan fræðslusetur sem held- ur utanum þetta verkefni og vann matið í samvinnu við Sólrúnu Bergþórsdóttur, náms- og starfsráðgjafa Visku og Framhaldsskólans og Gísla Eiríksson vél- fræðing, en hann er fagaðilinn sem Vestmannaeyjum bar að leggja til verkefnisins. Það má í gamni segja frá því að slíkur var sveigjanleikinn í raunfærnimat- inu að fagaðilarnir heimsóttu einn þátttakandann á sjúkrabeð því aðstæður hans höguðu því þannig að hann átti ekki heimangengt á meðan á sjálfu matinu stóð hér í Eyjum. Ég vil þakka starfsmönnum Framhaldsskólans gott samstarf og reikna fastlega með því að þetta verði ekki í síðasta skipti sem við förum saman af stað með verkefni sem þessi. Einnig verð ég að geta þess að svona samstarfsverkefni er óframkvæm- anlegt milli landshluta nema í góðu samstarfi við hinar símenntunarmiðstöðvamar á landinu. Kann ég starfsfólki þeirra bestu þakkir fyrir samstarfið. Valgerður Guðjónsdóttir Forstöðumaður Visku


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA

Kynnins á sjómönnum Nafn. Hafþór Halldórsson Ilvar ertu að róa? Á Guðmundi VE 29 Hvaða stöðu gegnir þú? Ég er vél- stjóri Hvar og hvenær hófst sjómanns- ferillinn? Minni mitt nær til 1982 og þá um sumarið var ég á Sig- urbirni með feðgunum Hilmari og Áma Nínon, og við veiddum síld í lagnet. Árangur var ekki sem erf- iði. Varstu sjóveikur? Nei, hef bara einu sinni orðið sjóveikur...og þá um borð í Herjólfi. Hver er eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með? Ótrúlega margir eftirminnilegir. Og það er svo skrítið að ég man bara eftir skemmtilegum karakterum en bara einum ógeðslega leiðinlegum. Hver er ,,sjómaður íslands númer 1 “? Svenni út- lendingur.

Er rétt að afnema sjómannaafsláttinn? Já, það er það eina rétta. Og taka þá upp dagpeningakerfið sem fólk í landi er með. Ertu á Facebook eða með heimasíðu? Er á Facebook en er ekki mjög aktívur þar. Er ekki ógeðslega etfitt að vera sjómaður? Það var mjög erfitt að vera sjómaður á Heimaey Ve, og þá var það aðallega erfitt ijárhags og andlega. En það er líklegast jafn misjafnt og skipin eru mörg. Hver er munurinn á báti ogskipi? Eins og Siggi Gogga sagði: Bátar fara eftir veðurspá en skipin þurfa þess ekki. Má nota þokulúður þegar það er ekki þoka? Já auðvitað t.d. á landsleikjum og svoleiðis. Hverjir verða heimsmeistarar í knatt- spyrnu í sumar? Hollendingar em ekki ólíklegir. Kanntu einhvern góðan brandara? Já. Eitthvað að lokum? Já, ég gæti sagt frá því þegar Einar Ottó fór í krummafót og var í krummafæti í 7 klukkutíma. En það er of löng saga.