„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995/ Minningar frá gosárinu 1973“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: <big><big>'''Minningar frá gosárinu 1973'''</big></big> Í dag, þegar þetta er skrifað, 23. janúar 1993, er allt á kafi í snjó hér í Eyjum. Það er ólíku saman að jafn...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:
Ég get verið þakklátur skapara mínum fyrir hvað ég slapp vel, miðað við allar aðstæður og marga aðra sem fóru mjög illa út úr þessum náttúruhamförum. Vinur minn bað mig að hripa niður það minnisverðasta frá þessum tíma og það ætla ég nú að gera svo vel sem ég man.
Ég get verið þakklátur skapara mínum fyrir hvað ég slapp vel, miðað við allar aðstæður og marga aðra sem fóru mjög illa út úr þessum náttúruhamförum. Vinur minn bað mig að hripa niður það minnisverðasta frá þessum tíma og það ætla ég nú að gera svo vel sem ég man.


Um áramótin 1972-73 réð ég mig á mb. Sigurð Gísla á netaveiðar, og áttum við að sigla með aflann til Þýskalands, nánar tiltekið til Bremerhaven. Með mér á bátnum voru eftirtaldir menn: Skipstjóri Hanni í Svanhól, stýrimaður Hólmar frá Heiði, vélstjóri Guðni Þorsteinsson í Steinasmiðju, hásetar Sigurður Gísli Þórarinsson, Lárus Sæmundsson frændi minn, tveir norðlendingar, Friðrik og Snorri, man ekki föðurnöfnin þeirra, Kristján sonur minn og undirritaður, ekki man ég eftir fleirum.
Um áramótin 1972-73 réð ég mig á mb. Sigurð Gísla á netaveiðar, og áttum við að sigla með aflann til Þýskalands, nánar tiltekið til Bremerhaven. Með mér á bátnum voru eftirtaldir menn: Skipstjóri Hanni í Svanhól, stýrimaður Hólmar frá Heiði, vélstjóri [[Guðni Þorsteinsson]] í Steinasmiðju, hásetar [[Sigurður Gísli Þórarinsson]], [[Lárus Sæmundsson]] frændi minn, tveir norðlendingar, Friðrik og Snorri, man ekki föðurnöfnin þeirra, Kristján sonur minn og undirritaður, ekki man ég eftir fleirum.


Við lögðum upp frá Vestmannaeyjum 17.-18. janúar 1973 í snarvitlausu suðaustan veðri og var stefnan sett í hafið, en vegna veðurs gekk ferðin seint og var komið til Færeyja þann 22. janúar til að taka olíu, en ferðinni síðan haldið áfram til Þýskalands. En nóttina áður dreymdi mig draum. Ég þóttist kominn heim og fannst ég vera staddur niðri í kjallara heima, en þar var ég búinn að innrétta tvö herbergi fyrir tvo elstu syni mína, Sigurbjörn og Kristján. Sigurbjörn var í Stýrimannaskólanum í Eyjum en Kristján var með mér eins og fyrr er getið. Nú, sem ég er kominn inn í kjallarann í draumnum finnst mér hann vera orðinn alelda. Ég óð inn í eldinn án þess að hann gerði mér nokkurt mein. Ekki man ég hvaða vitneskju ég hafði út úr þessu að vaða þarna inn, en man þó að mér fannst hurðin á herbergi Sigurbjörns eitthvað brunnin. Ekki var draumurinn lengri að mig minnir, en þegar við komum til Þórshafnar í Færeyjum hringdi ég heim til konunnar minnar til að vita hvort eitthvað hafi komið fyrir heima, en svo var ekki. Ég hélt því að þetta væri bara einhver vitleysa. Um kvöldið 22. janúar fórum við frá Þórshöfn á leið til Þýskalands og höfðum engar fréttir að heiman eftir það fyrr en við komum til Bremerhaven.
Við lögðum upp frá Vestmannaeyjum 17.-18. janúar 1973 í snarvitlausu suðaustan veðri og var stefnan sett í hafið, en vegna veðurs gekk ferðin seint og var komið til Færeyja þann 22. janúar til að taka olíu, en ferðinni síðan haldið áfram til Þýskalands. En nóttina áður dreymdi mig draum. Ég þóttist kominn heim og fannst ég vera staddur niðri í kjallara heima, en þar var ég búinn að innrétta tvö herbergi fyrir tvo elstu syni mína, Sigurbjörn og Kristján. Sigurbjörn var í Stýrimannaskólanum í Eyjum en Kristján var með mér eins og fyrr er getið. Nú, sem ég er kominn inn í kjallarann í draumnum finnst mér hann vera orðinn alelda. Ég óð inn í eldinn án þess að hann gerði mér nokkurt mein. Ekki man ég hvaða vitneskju ég hafði út úr þessu að vaða þarna inn, en man þó að mér fannst hurðin á herbergi Sigurbjörns eitthvað brunnin. Ekki var draumurinn lengri að mig minnir, en þegar við komum til Þórshafnar í Færeyjum hringdi ég heim til konunnar minnar til að vita hvort eitthvað hafi komið fyrir heima, en svo var ekki. Ég hélt því að þetta væri bara einhver vitleysa. Um kvöldið 22. janúar fórum við frá Þórshöfn á leið til Þýskalands og höfðum engar fréttir að heiman eftir það fyrr en við komum til Bremerhaven.
1.085

breytingar

Leiðsagnarval