Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ M/b Léttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. október 2016 kl. 14:31 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. október 2016 kl. 14:31 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Jón Í. Sigurðsson</center></big></big><br> <big><big><big><center>M/b Léttir</center></big></big></big><br> Gæfufleyta sú sem í áraraðir hefir ve...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Í. Sigurðsson


M/b Léttir



Gæfufleyta sú sem í áraraðir hefir verið notadrjúgt þjónustutæki í þágu Vestmannaeyjahafnar og þeirra fjölmörgu skipa og áhafna, sem okkur hafa heimsótt í Vestmannaeyjum á liðnum árum, m/b Léttir, er byggður í Ráa í Svíþjóð af Skandía vélaverkstæðinu og kemur til Vestmannaeyja með m/s Dronning Alexandrine í febrúarmánuði árið 1936, og hóf þá þegar við komuna starfsemi sína.
Léttir var þá mældur fimm brúttó rúml. að stærð og hafði tuttugu og fimm hestkrafta aflvél af Skandíugerð, sem gat knúið bátinn áfram með um sex og hálfrar mílu hraða með fullu álagi á vélina.
M/b Léttir var við komuna yfirbyggður að hluta til, afturhluti bátsins var óyfirbyggður og þannig var hann fyrstu tíu starfsárin sín.
Árið 1942 var skipt um aflvél í Létti, og í bátinn var sett ný allstór Caterpillarvél. Á árinu 1948 var Léttir tekinn í Dráttarbraut Vestmannaeyja til viðgerðar og endurbóta, á þann hátt að súðarbyrðingur bátsins var hækkaður frá framstafni og aftur að miðri reisn bátsins. Þessi breyting á bátnum varð til mikilla bóta og bætti sjóhæfnina til muna.

Greinarhöfundur, Jón / Sigurðsson, hafn-sögumaður