„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Einar Sveinn Jóhannesson, skipstjóri á Lóðsinum, heimsóttur“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 39: Lína 39:
Jú, Siggi. Það þarf ekki að lýsa fyrir þér því sambandi sem verður milli báts og manns á svo löngum tíma. Í þessu tvennu býr ein sál og þeir strengir sem tengja þá saman eru svo næmir að þá skilur enginn nema sjómaður. Svo er meira í þessu sambandi, það eru tengslin við þá menn sem með manni hafa starfað. Ég skal nefna til dæmis að á Lóðsinum hafa aðeins verið tveir vélstjórar síðan hann kom. Þeir eru [[Sigurður Sigurjónsson|Sigurður heitinn Sigurjónsson]], sem var til ársins 1977 en þá tók [[Einar Hjartarson við]]. Þá hafði Einar leyst Sigga af, má segja frá byrjun. Það eru mikil og sterk tengsl milli mín og þessara manna og ég á þeim margt að þakka í gegnum tíðina. Sama er með áhöfnina á grafskipinu, sem alltaf hefur mátt kalla til þegar á hefur þurft að halda. Við erum búnir að standa marga vaktina saman við Beggi frá Garðstöðum. Þessi ár hefur skapast sterkt vináttusamband milli mín og þessara manna, sem gera þá strengi næmari sem tengja mig við Lóðsinn og starf mitt á honum.<br>
Jú, Siggi. Það þarf ekki að lýsa fyrir þér því sambandi sem verður milli báts og manns á svo löngum tíma. Í þessu tvennu býr ein sál og þeir strengir sem tengja þá saman eru svo næmir að þá skilur enginn nema sjómaður. Svo er meira í þessu sambandi, það eru tengslin við þá menn sem með manni hafa starfað. Ég skal nefna til dæmis að á Lóðsinum hafa aðeins verið tveir vélstjórar síðan hann kom. Þeir eru [[Sigurður Sigurjónsson|Sigurður heitinn Sigurjónsson]], sem var til ársins 1977 en þá tók [[Einar Hjartarson við]]. Þá hafði Einar leyst Sigga af, má segja frá byrjun. Það eru mikil og sterk tengsl milli mín og þessara manna og ég á þeim margt að þakka í gegnum tíðina. Sama er með áhöfnina á grafskipinu, sem alltaf hefur mátt kalla til þegar á hefur þurft að halda. Við erum búnir að standa marga vaktina saman við Beggi frá Garðstöðum. Þessi ár hefur skapast sterkt vináttusamband milli mín og þessara manna, sem gera þá strengi næmari sem tengja mig við Lóðsinn og starf mitt á honum.<br>
'''Öryggismál sjómanna hafa alla tíð verið ofarlega í þínum huga og þær stundir ótaldar sem þú hefur eytt í þau mál. Varst þú ekki lengi í stjórn [[Björgunarfélags Vestmannaeyja]]?'''<br>
'''Öryggismál sjómanna hafa alla tíð verið ofarlega í þínum huga og þær stundir ótaldar sem þú hefur eytt í þau mál. Varst þú ekki lengi í stjórn [[Björgunarfélags Vestmannaeyja]]?'''<br>
Jú, mér hafa alla tíð verið ofarlega í huga öryggismál sjómanna og mikið um þau hugsað. í stjórn Björgunarfélagsins var ég í fjölda ára, en man ekki hvað lengi, en ég hætti í stjórninni 1982, en er ennþá starfandi í Björgunarfélaginu. Ég var fyrstu árin, ásamt [[Kristinn Sigurðsson|Kristni Sigurðssyni]], í stjórn áhaldanefndar félagsins, en hún sá um viðhald á björgunartækjum og hélt allar björgunaræfngar sem haldnar voru á vegum félagsins. Ekki veit ég hvað mörgum
Jú, mér hafa alla tíð verið ofarlega í huga öryggismál sjómanna og mikið um þau hugsað. í stjórn Björgunarfélagsins var ég í fjölda ára, en man ekki hvað lengi, en ég hætti í stjórninni 1982, en er ennþá starfandi í Björgunarfélaginu. Ég var fyrstu árin, ásamt [[Kristinn Sigurðsson|Kristni Sigurðssyni]], í stjórn áhaldanefndar félagsins, en hún sá um viðhald á björgunartækjum og hélt allar björgunaræfngar sem haldnar voru á vegum félagsins. Ekki veit ég hvað mörgum línubyssuskotum ég hleypti af á þessum árum, en þau eru mörg. Mjög gott samband hefur verið á milli mín og þessa félags og á ég alltaf tiltækt gott lið frá því ef á þarf að halda gagnvart Lóðsinum.<br>
Það væri hægt að hafa langt samtal um öryggismál, en það gerum við ekki núna. Ég fagna innilega þeim stórkostlegu framförum sem orðið hafa í öryggjsmálum sjómanna frá því að ég byrjaði að stunda sjóinn. Þar mætti margt telja upp, en ég nefni sem dæmi [[Sigmundsgálginn|Sigmundsgálgann]], sem fullkomnaði þá byltingu sem varð með komu gúmmíbátanna, neyðarsendana sem nú er búið að lögskipa í þá o.fl. í dag þekkjum við og höfum reynt þá stórkostlegu möguleika sem þyrlurnar gefa til björgunar og margt annað gæti ég talið upp sem ég fagna í þessum efnum.<br>
'''Nú ert þú fæddur og uppalinn á Seyðisfirði, en í dag teljum við þig Vestmannaeying og erun stolt af. Ertu sáttur við skiptín og lífshlaup þitt hér í Eyjum?'''
Já, ég er mikið vel sáttur við allt saman. Hingað sótti ég mína dásamlegu konu. Hér höfum við búið alla tíð að undanskildum þessum dögum í gosinu. Hér höfum við átt og alið upp okkar börn og átt hér dásamlega daga. Ég met Vestmannaeyjar mikils, hvernig ætti ég að geta verið annað en sáttur við guð og menn.<br>
Í lokin á þessu spjalli okkar bið ég fyrir þakklæti til allra minna samstarfsmanna og Vestmannaeyinga alla fyrir gott og ánægjulegt samstarf og samveru og bið algóðan guð að halda verndarhendi sinni yfir okkar fögru eyju og íbúum hennar ókomin ár.
'''Sigurgeir Ólafsson'''
1.368

breytingar

Leiðsagnarval