„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Í sinnis hljóðri borg. Skipshöfnin af Þráni. – Minning“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
[[Hannes Andrésson]] háseti f. 29. 11. 1946.<br>  
[[Hannes Andrésson]] háseti f. 29. 11. 1946.<br>  
[[Tryggvi Gunnarsson]] háseti f. 3. 7. 1949.<br>
[[Tryggvi Gunnarsson]] háseti f. 3. 7. 1949.<br>
<big><center>'''Vonin segir -Heilög höndin...'''</center></big><br>
„Þungar oft má þrautir kanna<br>
þjóðin fámenn nyrzt við haf.<br>
Enn er vefur örlaganna<br>
ofinn vá og heljarstaf.“<br>
Hér runnu upp þungir raunadagar, sem fylgdu þriðjudeginum 5. nóv. s.l.. Fréttin um, að allt samband við v.b. Þráin NK-70 hefði rofnað, voru þvílík ótíðindi, að alla setti hljóða.<br>
Vábeðinn, sem fréttinni fylgdi, nísti sem kalt stál í kviku. Ef allt væri með felldu, átti báturinn að vera lentur, þegar fréttin tók að síast út.<br>
Fólk talaði um hana næstum í hljóði. Það vildi enginn trúa því, að báturinn væri ekki ofansjávar, þrátt fyrir veðurhæð og mikinn sjó.<br>
Menn vildu vona í lengstu lög. En vonin hjá mörgum reyndum sjómönnum varð brátt döpur. Það virtist sem of margt benti til, að nú hefði farið verr en skyldi.<br>
Það er ekkert, sem þjappar okkur innilegar saman en uggvænleg frétt um tvísýnu í sjávarháska —, bráðan bana hraustmenna, sem farið höfðu að heiman, ungir, glaðir og heitir, menn, sem fyrir stundu höfðu verið með okkur, starfað og hrærzt í baráttu hversdagsins.<br>
Þá þagna hjáróma raddir okkar, sem gjarnt er til kveinstafa undan smámunum. Við stöldrum þá við hugsandi og finnum betur en ella skyldleikatengslin, - finnum, hve mennirnir eru hver öðrum háðir og ómissandi, þegar í harðbakkann slær, ekki sízt, hvað snertir andlegt samfélag.<br>
En það er einmitt þá, sem við komumst næst því að standa inni í sjálfum helgidómi guðssamfélagsins, því að það er á slíkum stundum, sem við verðum að einni sál og með eitt í huga í samúð og bæn fyrir þeim, sem um sárt eiga að binda. — Það skilst á uppliti okkar og svipbrigðum, að okkar innsta hjartans mál er orðvana mál, sem er tjáning tregans og samúðarinnar.<br>
Ég veit, að þið, sem syrgið nú sárast, hafið fundið þessa djúpu samúð. Þá samúð hafið þið fundið leggja til ykkar og ekki frá okkur Vestmannaeyingum einum, en frá landsbúum öllum hefur til ykkar lagt þennan yl. En það er einmitt ein af miklum gjöfum Guðs, sem fylgja hinni dýpstu sorg, að aldrei skiljum við betur en þá, þegar vel og hjartanlega er meint. Og það er líka hið eina, sem getur vakið hjá okkur gleði, — þessa innri gleði, sem er í nánum skyldleika við huggun, enda þótt tárin e. t. v. byrgi þá staðreynd inni um sinn. En það hefur fylgt okkur Íslendingum alla tíð, líklega af því, að við búum við hið yzta haf, að
„þegar brotnar bylgjan þunga,<br>
brimið heyrist yfir fjöll,<br>
þegar hendir sorg við sjóinn,<br>
syrgir, tregar þjóðin öll.“<br>
Með virðingu og þakklæti dvelur hugur þjóðarinnar hjá þessum níu mönnum, sem við minnumst hér í dag og héðan hafa verið kvaddir til hinztu farar að andanum til, þótt líkamar þeirra hvílist í hinni votu gröf.<br>
Meðan þeir, þennan nóvemberdag, voru enn í blóma lífsins og inntu með þegnskap þjónustuna af höndum fyrir land og lýð, meðan háð var drengileg barátta upp á líf og dauða, urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu.<br>
Og þótt við höfum engar fregnir af þeim feiknlegu átökum, sem það stríð var háð með, vitum við fyrir víst, að þá hafa þeir barizt með sæmd og fallið með sæmd.<br>
Vegna þess vill þá líka þjóðin kveðja þá með sæmd. Og um leið og ég mæli þessi orð, læt ég þeim fylgja samúðarkveðjur frá forseta Íslands og forsetafrúnni, frá biskupi Íslands og biskupsfrúnni, ennfremur frá ríkisstjórn Íslands. Okkur prestunum hefur verið falið að flytja ykkur ástvinunum þessar kveðjur. Þær kveðjur eru persónulegar kveðjur frá þeim hvorutveggja hjónunum, ásamt fyrirbæn, en jafnframt samúðarkveðjur, sem þau mæla fyrir munn þjóðarinnar og kirkjunnar.<br>
Það leiðir af sjálfu sér, að óvænt og snöggt fráfall margra glæsilegra drengja á bezta aldri hlýtur að valda sárri, almennri sorg, — þjóðarsorg. En hvað þá hjá þeim, sem sárast eiga um að binda, eiginkonunum og börnunum, foreldrum, systkinum og nánum vinum?<br>
En „Guð gaf, Guð tók“, sagði maður nokkur, sem á sorgarbrjóstum lá, endur fyrir löngu. Renndu þessi orð stoðum undir huggun hans og endurheimtu fyrra traust hans til Guðs, því að Guð tekur aldrei að fullu það aftur, sem hann eitt sinn hefur gefið, enda er hann hinn eini eilífi og sanni, sem aldrei er eitt í dag og annað á morgun.<br>
Ég veit vel, að hér er auðveldara um að tak en í að komast. En það er mannlegt að andvarpa í neyð sinni, enda hefur margur átt þá sögu að segja, að lengi hafi hann eða hún þurft að bíða svars við ákalli sínu á tímum neyðarinnar.<br>
Í mikilli sorg stöndum við mannanna börn ein uppi, nálega sem á flæðiskeri eða reyr af vindi skekinn. Og við, sem umhverfis stöndum, getum í engu breytt þeirri staðreynd, sem dauðinn er, þótt við séum öll af vilja gjörð.<br>
Það eina, sem við þá eigum, það gefum við. Silfur og gull er það ekki, en fyrst og fremst samúð okkar, sem laðar okkur til bænar, bænar, sem biður þeim huggunar og styrks, er stynja fyrir ekkasogum sorgarinnar.<br>
En eins og huggun og styrkur kemur sem Guðs gjöf, gefur Guð okkur einnig aðra dýrmæta gjöf; en það er ''vonin''.<br>
„Þá er jarðnesk bresta böndin,<br>
blítt við hjörtu sorgum þjáð,<br>
vonin segir: „Heilög höndin<br>
hnýtir aftur slitinn þráð.“<br>
Það er VONIN, sem kemur með blessað Ijósið sitt, lífsglampann og lífsfögnuðinn fyrr eða síðar. Vonin sú lætur ekki bregðast. Hún breytist í traust og lífsfögnuð, strax og við finnum staðreyndina miklu, sjálfan Guð vera eitt með Syninum, er hann segir: „Ég er upprisan og lífið, hver, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“<br>
Gefi ykkur Drottinn huggun sína, farsæld, frið og blessun.<br>
''[[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteinn L. Jónsson]]''<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 6. júlí 2016 kl. 16:15

Í sinnis hljóðri borg


Langt er síðan Íslendingar hafa átt um svo sárt að binda vegna sjóslysa sem nú á liðnu sjómannadagsári.
Í fjöldamörg ár höfum við Vestmannaeyingar sloppið blessunarlega við sjóslys á bátum héðan úr höfn. En myrkan vetrardag á síðastliðnu ári skall reiðarslagið yfir. Hinn 5. nóvember 1968 fórust 9 vaskir sjómenn með v/b Þráni NK 70. Voru allir skipverjar, utan einn, frá Vestmannaeyjum, en báturinn hafði verið gerður út á síldveiðar héðan.
Slys þetta varð undan suðurströndinni í aftaka suðaustan veðri, stórsjó og brimi. Fannst ekkert af bátnum þrátt fyrir umfangsmikla leit flugvéla og 40 skipa og báta.
Mikil slys voru í byrjun marzmánaðar sl., en þá fórust 6 sjómenn í Faxaflóa af bátunum Dagnýju og Framnesi. Um sama leyti varð stórslys af völdum eldsvoða um borð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur, og létu 6 sjómenn lífið.
Frá síðasta sjómannadegi hafa samtals farizt 36 íslenzkir sjómenn.
Á hátíðis- og minningardegi sjómannastéttarinnar eru öllum ættingjum og ástvinum látinna sendar innilegar samúðarkveðjur.
Eins og alltaf, þegar slys verða, eru slíkir atburðir mikið áfall og blóðtaka lítilli þjóð. Harmur ættingja og venzlafólks er sár, og aldrei verður lífið með sama svip hjá þeim, sem næst hefur verið höggvið. Sæti hins prúða og vaska drengs er autt. — Í nánd slíkrar sorgar verða orð vanmegnug.
Við Vestmannaeyingar höfum misst óvenjumikið á liðnu ári. Söknum við harðfrískra aflamanna í blóma lífsins, en rúm þeirra eru vandskipuð og lengi mun verða skarð fyrir skildi, þar sem þeir stóðu í fremstu röð. Stundum viljum við vart trúa þeirri beizku staðreynd, að þessir dugmiklu kraftmenn, sem allra vonir og óskir voru tengdar við skuli svo óvænt og skyndilega hafa verið hrifnir á brott úr okkar litla samfélagi. - En svo miskunnarlaust og hart er lífið oft á tíðum.
Víst er það huggun okkur öllum, sem söknum ágætismanna, að þeir lifðu vel og skiluðu sínu af miklum manndómi. Slíkra manna er ávallt gott að minnast.
Við útför og minningarathöfn látinna félaga hafa sjómenn í Vestmannaeyjum sýnt í senn samúð og samheldni stéttar sinnar. Minningarathöfn um skipverjana af Þráni var hátíðleg og virðuleg kveðjustund. Fór hún fram í Landakirkju hinn 30. nóvember að viðstöddu miklu fjölmenni og sáu báðir sóknarprestarnir um athöfnina. Í kirkju stóðu níu sjómenn heiðursvörð, auk fánabera sjómannafélaganna og fulltrúa frá Stýrimannaskólanum, Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, Slysavarnadeildinni Eykyndli og Björgunarfélagi Vestmannaeyja.
Að lokinni kirkjuathöfninni, sem var tekin upp til flutnings í útvarp, voru lagðir kransar að minnismerki hrapaðra og drukknaðra, en sjómenn mynduðu heiðursvörð kringum styttuna og við gangstíg frá kirkju og að minnisvarða.
Í austan kalda og regni stóðu Eyjasjómenn í þögulli minningu horfinna stéttarbræðra, en í fjarska sá í dökkan hamravegg Heimakletts, sem úthafssjórinn barði langt upp eftir bergi. - Yfir hafinu var þó einhvern veginn óhugnanleg kyrrð dauðalagsins - og í hugann kom, er sá á úfna Leiðina: drottinn gaf og drottinn tók. Á upphækkuninni við minnismerkið drúpti fánaborgin. Ritstj.
Með v/b Þráni fórust:
Grétar Skaftason skipstjóri f. 26. 10. 1926.
Helgi Kristinsson stýrim. f. 12. 11. 1945.
Guðmundur Gíslason 1. vélstjóri f. 2. 11. 1942.
Gunnlaugur Björnsson 2. vélstj, f. 13. 1. 1941.
Einar Þorfinnur Magnússon matsveinn f. 27. 7. 1928.
Einar Marvin Ólason háseti f. 2. 5. 1944.
Gunnar Björgvinsson háseti f. 5. 9. 1950.
Hannes Andrésson háseti f. 29. 11. 1946.
Tryggvi Gunnarsson háseti f. 3. 7. 1949.

Vonin segir -Heilög höndin...


„Þungar oft má þrautir kanna
þjóðin fámenn nyrzt við haf.
Enn er vefur örlaganna
ofinn vá og heljarstaf.“

Hér runnu upp þungir raunadagar, sem fylgdu þriðjudeginum 5. nóv. s.l.. Fréttin um, að allt samband við v.b. Þráin NK-70 hefði rofnað, voru þvílík ótíðindi, að alla setti hljóða.
Vábeðinn, sem fréttinni fylgdi, nísti sem kalt stál í kviku. Ef allt væri með felldu, átti báturinn að vera lentur, þegar fréttin tók að síast út.
Fólk talaði um hana næstum í hljóði. Það vildi enginn trúa því, að báturinn væri ekki ofansjávar, þrátt fyrir veðurhæð og mikinn sjó.
Menn vildu vona í lengstu lög. En vonin hjá mörgum reyndum sjómönnum varð brátt döpur. Það virtist sem of margt benti til, að nú hefði farið verr en skyldi.
Það er ekkert, sem þjappar okkur innilegar saman en uggvænleg frétt um tvísýnu í sjávarháska —, bráðan bana hraustmenna, sem farið höfðu að heiman, ungir, glaðir og heitir, menn, sem fyrir stundu höfðu verið með okkur, starfað og hrærzt í baráttu hversdagsins.
Þá þagna hjáróma raddir okkar, sem gjarnt er til kveinstafa undan smámunum. Við stöldrum þá við hugsandi og finnum betur en ella skyldleikatengslin, - finnum, hve mennirnir eru hver öðrum háðir og ómissandi, þegar í harðbakkann slær, ekki sízt, hvað snertir andlegt samfélag.
En það er einmitt þá, sem við komumst næst því að standa inni í sjálfum helgidómi guðssamfélagsins, því að það er á slíkum stundum, sem við verðum að einni sál og með eitt í huga í samúð og bæn fyrir þeim, sem um sárt eiga að binda. — Það skilst á uppliti okkar og svipbrigðum, að okkar innsta hjartans mál er orðvana mál, sem er tjáning tregans og samúðarinnar.
Ég veit, að þið, sem syrgið nú sárast, hafið fundið þessa djúpu samúð. Þá samúð hafið þið fundið leggja til ykkar og ekki frá okkur Vestmannaeyingum einum, en frá landsbúum öllum hefur til ykkar lagt þennan yl. En það er einmitt ein af miklum gjöfum Guðs, sem fylgja hinni dýpstu sorg, að aldrei skiljum við betur en þá, þegar vel og hjartanlega er meint. Og það er líka hið eina, sem getur vakið hjá okkur gleði, — þessa innri gleði, sem er í nánum skyldleika við huggun, enda þótt tárin e. t. v. byrgi þá staðreynd inni um sinn. En það hefur fylgt okkur Íslendingum alla tíð, líklega af því, að við búum við hið yzta haf, að

„þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll.“

Með virðingu og þakklæti dvelur hugur þjóðarinnar hjá þessum níu mönnum, sem við minnumst hér í dag og héðan hafa verið kvaddir til hinztu farar að andanum til, þótt líkamar þeirra hvílist í hinni votu gröf.
Meðan þeir, þennan nóvemberdag, voru enn í blóma lífsins og inntu með þegnskap þjónustuna af höndum fyrir land og lýð, meðan háð var drengileg barátta upp á líf og dauða, urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu.
Og þótt við höfum engar fregnir af þeim feiknlegu átökum, sem það stríð var háð með, vitum við fyrir víst, að þá hafa þeir barizt með sæmd og fallið með sæmd.
Vegna þess vill þá líka þjóðin kveðja þá með sæmd. Og um leið og ég mæli þessi orð, læt ég þeim fylgja samúðarkveðjur frá forseta Íslands og forsetafrúnni, frá biskupi Íslands og biskupsfrúnni, ennfremur frá ríkisstjórn Íslands. Okkur prestunum hefur verið falið að flytja ykkur ástvinunum þessar kveðjur. Þær kveðjur eru persónulegar kveðjur frá þeim hvorutveggja hjónunum, ásamt fyrirbæn, en jafnframt samúðarkveðjur, sem þau mæla fyrir munn þjóðarinnar og kirkjunnar.
Það leiðir af sjálfu sér, að óvænt og snöggt fráfall margra glæsilegra drengja á bezta aldri hlýtur að valda sárri, almennri sorg, — þjóðarsorg. En hvað þá hjá þeim, sem sárast eiga um að binda, eiginkonunum og börnunum, foreldrum, systkinum og nánum vinum?
En „Guð gaf, Guð tók“, sagði maður nokkur, sem á sorgarbrjóstum lá, endur fyrir löngu. Renndu þessi orð stoðum undir huggun hans og endurheimtu fyrra traust hans til Guðs, því að Guð tekur aldrei að fullu það aftur, sem hann eitt sinn hefur gefið, enda er hann hinn eini eilífi og sanni, sem aldrei er eitt í dag og annað á morgun.
Ég veit vel, að hér er auðveldara um að tak en í að komast. En það er mannlegt að andvarpa í neyð sinni, enda hefur margur átt þá sögu að segja, að lengi hafi hann eða hún þurft að bíða svars við ákalli sínu á tímum neyðarinnar.
Í mikilli sorg stöndum við mannanna börn ein uppi, nálega sem á flæðiskeri eða reyr af vindi skekinn. Og við, sem umhverfis stöndum, getum í engu breytt þeirri staðreynd, sem dauðinn er, þótt við séum öll af vilja gjörð.
Það eina, sem við þá eigum, það gefum við. Silfur og gull er það ekki, en fyrst og fremst samúð okkar, sem laðar okkur til bænar, bænar, sem biður þeim huggunar og styrks, er stynja fyrir ekkasogum sorgarinnar.
En eins og huggun og styrkur kemur sem Guðs gjöf, gefur Guð okkur einnig aðra dýrmæta gjöf; en það er vonin.

„Þá er jarðnesk bresta böndin,
blítt við hjörtu sorgum þjáð,
vonin segir: „Heilög höndin
hnýtir aftur slitinn þráð.“

Það er VONIN, sem kemur með blessað Ijósið sitt, lífsglampann og lífsfögnuðinn fyrr eða síðar. Vonin sú lætur ekki bregðast. Hún breytist í traust og lífsfögnuð, strax og við finnum staðreyndina miklu, sjálfan Guð vera eitt með Syninum, er hann segir: „Ég er upprisan og lífið, hver, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“
Gefi ykkur Drottinn huggun sína, farsæld, frið og blessun.

Þorsteinn L. Jónsson