Sigurlaug Ólafsdóttir (Miðgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórunn ''Sigurlaug'' Ólafsdóttir''' frá Miðgarði við Vestmannabraut 13a, húsfreyja fæddist 6. júní 1929 á Borg.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Ísleifsson skipstjóri, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972, og kona hans Una Magnúsína Helgadóttir frá Steinum, húsfreyja, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990. Sigurlaug var með foreldrum sínum.<br>...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Sigurlaug Ólafsdóttir frá Miðgarði við Vestmannabraut 13a, húsfreyja fæddist 6. júní 1929 á Borg.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ísleifsson skipstjóri, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972, og kona hans Una Magnúsína Helgadóttir frá Steinum, húsfreyja, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.

Sigurlaug var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1946.
Þau Þórarinn giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Miðgarði, við Illugagötu 29 við Gosið 1973. Þau skildu.

I. Maður Sigurlaugar, (23. maí 1953, skildu), var Þórarinn Torfason frá Áshól við Faxastíg 17, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, f. 3. september 1926, d. 10. október 1996.
Börn þeirra:
1. Unnur Katrín Þórarinsdóttir bankastarfsmaður, f. 26. desember 1952. Maður hennar Konráð Einarsson.
2. Ólafur Þórarinsson íþróttakennari, f. 14. apríl 1957. Kona hans Kristín Jónsdóttir.
3. Torfhildur Þórarinsdóttir sjúkraliði, f. 20. ágúst 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.