Sigurgeir Sigurðsson (Boðaslóð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurgeir Sigurðsson.

Sigurgeir Sigurðsson frá Boðaslóð 2, símamaður, yfirverkstjóri fæddist 17. september 1920 í Vík í Mýrdal og lést 20. febrúar 1994.
Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson verkamaður, f. 24. janúar 1894 á Sléttabóli í Prestbakkasókn í V-Skaft., d. 10. ágúst 1978, og kona hans Margrét Stefánsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1898 á Norðfirði, dáinn 18. september 1979.

Börn Sigurðar og Margrétar:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1918, d. 17. nóvember 1918.
2. Sigurgeir Sigurðsson yfirverkstjóri, f. 17. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 20. febrúar 1994.
3. Magnús Sigurðsson sjómaður, f. 29. apríl 1924 í Hlíð, d. 18. nóvember 1987.
4. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, talsímakona á Símstöðinni, f. 7. febrúar 1929 á Hrófbergi.
5. Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, f. 27. júlí 1934 á Hrófbergi.

Sigurgeir var með foreldrum sínum í æsku, í Vík í Mýrdal til 1923, er þau fluttust til Eyja.
Hann var með þeim í Hlíð 1924, síðar árinu í Ráðagerði, á Hrófbergi, (Skólavegi 34) 1927 og enn 1934, en á því ári byggðu foreldrar hans að Boðaslóð 2 og þar bjó Sigurgeir með þeim 1940 og enn 1972. Sigurgeir var sjómaður á yngri árum, - á Hjálparanum, Olgu, Ófeigi I. og Ófeigi II. Þá vann hann við fiskiðnað um skeið. Hann hóf störf hjá Pósti og síma 1946, vann við símkerfið í Eyjum, síðan í Borgarfirði og Keflavík, en að lokum við endurbætur og nýjungar á símkerfinu í Eyjum til starfsloka.
Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 26. febrúar 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.