Sigurður Þórðarson (Boðaslóð)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sigurður Þórðarson.

Sigurður Þórðarson verkamaður frá Sléttabóli á Brunasandi fæddist 24. janúar 1894 og lést 10. ágúst 1978.
Foreldrar hans voru Þórður Magnússon bóndi á Sléttabóli og í Neðri-Dal í Mýrdal, f. 8. október 1854 á Syðri-Velli í Flóa, d. 8. maí 1945 í Neðri-Dal, og kona hans Eygerður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1866 á Orrustustöðum á Brunasandi, d. 1. janúar 1954 í Neðri-Dal.

Bræður hans í Eyjum voru:
1. Þórður Þórðarson formaður á Sléttabóli, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942.
2. Ásbjörn Þórðarson formaður, síðar netamaður f.14. desmber 1899, d. 10. nóvember 1974.
3. Magnús Ingibergur Þórðarson verkamaður, f. 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983.
4. Hávarður Þórðarson, f. 26. janúar 1902, d. 16. janúar 1934.

Sigurður var með foreldrum sínum á Sléttabóli til 1912 og í Neðri-Dal 1912-1919. Þau Margrét giftu sig 1919. Hann var vinnumaður í Suður-Hvammi 1919-1920, tómthúmaður á Vegamótum í Vík 1920-1923.
Þau Margrét eignuðust barn í Neðri-Dal 1918, en misstu það tveggja daga gamalt. Þau giftu sig 1919, bjuggu í Vík 1920-1923. Þar fæddist Sigurgeir 1920.
Hjónin fluttust til Eyja 1923 og vou leigjendur í Hlíð 1923-1924. Þar fæddist Magnús 1924. Í Ráðagerði bjuggu þau 1925.
Síðustu tvö börn þeirra fæddust á Hrófbergi.
Þau eignuðust Hrófberg, (Skólaveg 34), og bjuggu þar. Það vildu þau stækka, en fengu ekki vegna skipulags svæðisins. Þau fengu lóð við Boðaslóð 2 og þar byggðu þau, vildu nefna húsið Hraunból, en það fórst fyrir. Síðari eigandi notaði það nafn um skeið. Þau bjuggu þar síðan.

Kona Sigurðar, (5. desember 1919 í Vík), var Margrét Stefánsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1898, d. 18. september 1979.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1918, d. 17. nóvember 1918.
2. Sigurgeir Sigurðsson yfirverkstjóri, f. 17. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 20. febrúar 1994.
3. Magnús Sigurðsson sjómaður, f. 29. apríl 1924 í Hlíð, d. 18. nóvember 1987.
4. Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, starfskona á Símstöðinni, f. 7. febrúar 1929 á Hrófbergi.
5. Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, f. 27. júlí 1934 á Hrófbergi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.