Sigurbergur Guðnason (Steini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhann Sigurbergur Guðnason frá Steini við Vesturveg 10, sjómaður, vélstjóri, iðnverkamaður fæddist 22. október 1936 á Sólheimum við Njarðarstíg 15.
Foreldrar hans voru Guðni Runólfsson frá Vík í Mýrdal, sjómaður, f. 25. september 1910, d. 9. júní 1980, og kona hans Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 10. júlí 1913, d. 27. október 1990.

Börn Vilborgar og Guðna:
1. Jóhann Sigurbergur Guðnason, f. 22. október 1936 á Sólheimum.
2. Ragnar Matthías Guðnason, f. 7. janúar 1942 á Vestmannabraut 74.
3. Vilhjálmur Guðnason, f. 12. ágúst 1950 á Steini, d. 7. nóvember 1950.
4. Lilja Guðnadóttir, f. 14. desember 1952 á Steini.

Sigurbergur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var snemma sjómaður, lauk vélstjóraprófi 18 ára, var vélstjóri m.a. á Ófeigi III. og Hilmi.
Þau Elín Lilja giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Steini við Vesturveg 10 í fyrstu, byggðu húsið við Sóleyjargötu 6 og bjuggu þar 1951-1972.
Sigurbergur vann síðar hjá plastverksmiðjunni SET á Selfossi, í eigu Einars Elíassonar.
Þau fluttu að Selfossi við Gosið, búa að Úthaga 15.

I. Kona Sigurbergs, (16. nóvember 1958), er Elín Lilja Árnadóttir frá Litla-Hrauni, f. 16. nóvember 1939 í Langa-Hvammi.
Börn þeirra:
1. Sigurður Árni Sigurbergsson vélvirkjameistari, plötusmiður, f. 23. maí 1957 í Eyjum, d. 8. ágúst 2001. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
2. Guðný Ósk Sigurbergsdóttir húsfreyja, ræstitæknir á Selfossi, f. 27. september 1958 í Eyjum. Maður hennar Arnlaugur Bergsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.