„Sigríður Friðriksdóttir (Mosfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigríður Friðriksdóttir (Mosfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
[[Mynd:KG-mannamyndir 4383.jpg|thumb|200px|''Sigríður og Halldór.'']]
[[Mynd:KG-mannamyndir 4383.jpg|thumb|200px|''Sigríður og Halldór.'']]
Sigríður missti föður sinn frá 14 börnum er hún var 8 ára. Heimilið var leyst upp. Þegar hún var 10 ára fór hún í fóstur til hjónanna á [[Mosfell|Mosfelli]] í Eyjum, þeirra [[Jenný Guðmundsdóttir (Mosfelli)|Jennýjar Guðmundsdóttur]] og [[Jón Guðmundsson (Mosfelli)|Jóns Guðmundssonar]]. Þar ólst Sigríður upp og dvaldi, þar til hún giftist 1934. <br>
Sigríður missti föður sinn frá 14 börnum er hún var 8 ára. Heimilið var leyst upp. Þegar hún var 10 ára fór hún í fóstur til hjónanna á [[Mosfell|Mosfelli]] í Eyjum, þeirra [[Jenný Guðmundsdóttir (Mosfelli)|Jennýjar Guðmundsdóttur]] og [[Jón Guðmundsson (Mosfelli)|Jóns Guðmundssonar]]. Þar ólst Sigríður upp og dvaldi, þar til hún giftist 1934. <br>
Þau [[Halldór Halldórsson|Halldór Elías Halldórsson]] hófu búskap á [[Mosfell|Mosfelli]], en þá var Jón fóstri hennar látinn. Síðan eignuðust þau húsið að [[Heimagata|Heimagötu]] 22 og bjuggu þar til ársins 1941, er þau byggðu húsið að [[Helgafellsbraut]] 23 og þar bjuggu þau til [[Heimaeyjargosið|Goss]] 1973. Þá fluttust þau til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð að Efstalandi 12. Þar bjuggu þau unz [[Halldór Halldórsson|Halldór Elías]] lézt, en hún ein eftir það til ársins 2004, er hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Þar bjó hún til dauðadags og var vel ern að sögn.<br>
Þau [[Halldór Halldórsson|Halldór Elías Halldórsson]] hófu búskap á [[Mosfell|Mosfelli]], en þá var Jón fóstri hennar látinn. Síðan eignuðust þau húsið að [[Heimagata|Heimagötu]] 22 og bjuggu þar til ársins 1941, er þau byggðu húsið að [[Helgafellsbraut]] 23 og þar bjuggu þau til [[Heimaeyjargosið|Goss]] 1973. Þá fluttust þau til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð að Efstalandi 12. Þar bjuggu þau unz [[Halldór Halldórsson|Halldór Elías]] lézt 1975, en hún ein eftir það til ársins 2004, er hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Þar bjó hún til dauðadags 2011, og var vel ern að sögn.<br>


Sigríður vann fiskvinnslustörf um 40 ára skeið, verkstjóri lengi. Þótti hún harðduglegur og traustur starfsmaður. Við handflökun var hún margra manna maki. Hún var ákveðin í  skoðunum og þótti sérlega fylgin sér.<br>
Sigríður vann fiskvinnslustörf um 40 ára skeið, verkstjóri lengi. Þótti hún harðduglegur og traustur starfsmaður. Við handflökun var hún margra manna maki. Hún var ákveðin í  skoðunum og þótti sérlega fylgin sér.<br>


Maki (1934): [[Halldór Halldórsson|Halldór Elías Halldórsson]], f. 1902.<br>
Maki (1934): [[Halldór Halldórsson|Halldór Elías Halldórsson]] sjómaður, stýrimaður, f. 23. júlí 1902, d. 8. október 1975.<br>
Barn (kjörbarn): [[Jón Berg Halldórsson|Jón Berg]], f. 1935.  
Barn (kjörbarn): [[Jón Berg Halldórsson|Jón Berg]] skipstjóri, verkstjóri, f. 1. júlí 1935.  


=Ættbogi í Eyjum=
=Ættbogi í Eyjum=

Útgáfa síðunnar 10. júlí 2021 kl. 17:38

Sigríður Friðriksdóttir.
Halldór Halldórsson.

Sigríður Friðriksdóttir húsmóðir, fiskverkakona og verkstjóri fæddist að Rauðhálsi í Mýrdal 3. júlí 1908 og lést 28. febrúar 2011, 102 ára að aldri. Hún var búsett að Hrafnistu í Reykjavík síðustu árin.

Ætt og uppruni

Foreldrar hennar voru Friðrik Vigfússon bóndi á Rauðhálsi, f. 2. apríl 1871 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 17. nóvember 1916 á Rauðhálsi og kona hans Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1875 í Pétursey í Mýrdal, d. 23. júlí 1959 í Eyjum.

Æviferill

Sigríður og Halldór.

Sigríður missti föður sinn frá 14 börnum er hún var 8 ára. Heimilið var leyst upp. Þegar hún var 10 ára fór hún í fóstur til hjónanna á Mosfelli í Eyjum, þeirra Jennýjar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar. Þar ólst Sigríður upp og dvaldi, þar til hún giftist 1934.
Þau Halldór Elías Halldórsson hófu búskap á Mosfelli, en þá var Jón fóstri hennar látinn. Síðan eignuðust þau húsið að Heimagötu 22 og bjuggu þar til ársins 1941, er þau byggðu húsið að Helgafellsbraut 23 og þar bjuggu þau til Goss 1973. Þá fluttust þau til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð að Efstalandi 12. Þar bjuggu þau unz Halldór Elías lézt 1975, en hún ein eftir það til ársins 2004, er hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík. Þar bjó hún til dauðadags 2011, og var vel ern að sögn.

Sigríður vann fiskvinnslustörf um 40 ára skeið, verkstjóri lengi. Þótti hún harðduglegur og traustur starfsmaður. Við handflökun var hún margra manna maki. Hún var ákveðin í skoðunum og þótti sérlega fylgin sér.

Maki (1934): Halldór Elías Halldórsson sjómaður, stýrimaður, f. 23. júlí 1902, d. 8. október 1975.
Barn (kjörbarn): Jón Berg skipstjóri, verkstjóri, f. 1. júlí 1935.

Ættbogi í Eyjum

Systkini Sigríðar í Eyjum voru:

  1. Vigfús Friðriksson, f. 13. febrúar 1897, d. 3. júní 1918 í Eyjum.
  2. Sigurður Friðriksson útgerðarmaður, síðar verkstjóri, Hásteinsvegi 17, f. 22. ágúst 1898, d. 7. maí 1980, kvæntur Elísabet Hallgrímsdóttur.
  3. Þórunn Friðriksdóttir húsfreyja að Vestmannabraut 61, f.28. apríl 1901 (V-Skaftf. 30. apríl), d. 13. júlí 1972, kona Ingvars Þórólfssonar.
  4. Ragnhildur Friðriksdóttir húsfreyja að Brekastíg 3, Sólbergi, f. 5. júní 1902, d. 16. ágúst 1977, kona Guðlaugs Halldórssonar.
  5. Oddsteinn Friðriksson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 27. júní 1903, d. 21. sept 1987, kvæntur, (skildu), Þorgerði Hallgrímsdóttur, systur Elísabetar konu Sigurðar.
  6. Högni Friðriksson sjómaður, f. 2. júlí 1907, d. 17. júní 1929.
  7. Ragnheiður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1912, d. 12. júlí 1984, kona Haraldar Þorkelssonar.
  8. Þórhallur Friðriksson bifreiðastjóri í Eyjum, síðar smiður í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, en síðast búsettur á Selfossi, f. 3. nóv. 1913, d. 29. janúar 1999, kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur.
  9. Þórhalla Friðriksdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999, kona Þorvalds Guðjónssonar, (skildu), síðar kona Ásmundar Friðrikssonar. Að lokum giftist hún Brynjólfi Hallgrímssyni bróður Elísabetar og Þorgerðar. Þau bjuggu í Kópavogi.

Önnur systkini Sigríðar voru:

  1. Þorbergur Friðriksson skipstjóri, f. 10. des. 1899, fórst með b/v Sviða 2. desember 1941.
  2. Árþóra Friðriksdóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 23. desember 1904, d. 17. marz 1990.
  3. Kristín Friðriksdóttir húsfreyja á Norður-Hvoli í Mýrdal, f. 4. maí 1910.
  4. Ólafur Friðriksson verkamaður á Selfossi, síðast í Hveragerði, f. 29. ágúst 1911, d. 26. jan. 1984.

Fóstursystkini Sigríðar á Mosfelli voru:

  1. Kristinn Jónsson bóndi, smiður og póstur á Mosfelli.
  2. Þórður Arnfinnson sjómaður á Þingeyri og í Keflavík.
  3. Leifur Þórðarson klæðskeranemi.


Myndir



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.