Þórunn Oddsdóttir (Rauðhálsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Þórunn Oddsdóttir.

Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja fæddist 5. júlí 1875 í Pétursey í Mýrdal og lést 23. júlí 1959 í Eyjum.

Faðir hennar var Oddur frá Jónshúsi, bóndi á Felli og Pétursey í Mýrdal, en síðast í Landakoti á Miðnesi, Gullbringusýslu, f. 12. september 1842 í Jónshúsi í Eyjum, d. 27. júlí 1913, Jónsson sjómanns í Jónshúsi, bónda á Bakka í A-Landeyjum og síðast á Tjörnum undir Eyjafjöllum, f. 23. febrúar 1817, d. 2. desember 1894, Oddssonar bónda á Þykkvabæ í Landbroti í V-Skaft., f. 28. júní 1795, d. 23. nóvember 1859, Jónssonar, Magnússonar (afabarns Bjarna „gamla“ Rafnssonar á Skjaldarstöðum í Öxnadal), og konu Odds í Þykkvabæ, Oddnýjar húsfreyju, f. 1787, d. 3. september 1851, Árnadóttur.
Móðir Odds í Jónshúsi og kona Jóns á Bakka var Sigríður húsfreyja í Jónshúsi og síðar á Bakka, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907 í Víðinesi á Kjalarnesi, Jónsdóttir bónda í Fljótshlíð, en síðan á Bakka, formanns við Landeyjasand, f. 1772 á Deild í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1841 á Bakka, Árnasonar, og konu Jóns (13. júní 1810), Þorgerðar húsfreyju, f. 1777, d. 9. mars 1849, Loftsdóttur.

Móðir Þórunnar Oddsdóttur og kona Odds var Steinunn húsfreyja, síðast í Landakoti á Miðnesi, f. 30. október 1852 á Kaldrananesi í Mýrdal, d. 7. ágúst 1894, Sigurðardóttir bónda víða, en síðast í Pétursey 1853-dd., f. 27. júlí 1820 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 13. júlí 1886 í Pétursey, Eyjólfssonar bónda, síðast á Steig í Mýrdal, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júlí 1864, drukknaði í lendingu, Þorsteinssonar, og fyrri konu Eyjólfs (1. júní 1819), Ólafar húsfreyju, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig, Eyjólfsdóttur.
Móðir Steinunnar í Landakoti og kona Sigurðar í Pétursey var, (30. október 1851), Þórunn húsfreyja, f. 24. október 1830 í Vatnsdal í Breiðabólstaðarsókn, d. 24. október 1890 í Pétursey, Þorsteinsdóttir bónda í Vatnsdal, f. 5. mars 1797 á Hvoli, d. 20. ágúst 1875 í Reykjavík, Þorsteinssonar, og fyrri konu Þorsteins í Vatnsdal, Steinunnar húsfreyju, f. 17. nóvember 1795 í Steinasókn undir Eyjafjöllum, d. 14. júlí 1846, Jónsdóttur.

Maður Þórunnar var (18. júlí 1896) Friðrik bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 2. apríl 1871 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 17. nóvember 1916 á Rauðhálsi, Vigfússon bónda lengst á Ytri-Sólheimum, f. 30. maí 1841 á Seljalandi í Fljótshverfi í V-Skaft., var um skeið hjá sonarsyni sínum í Eyjum, d. 24. mars 1934 í Reykjavík, Þórarinssonar bónda, síðast og lengst á Seljalandi 1835-dd., Eyjólfssonar, og konu Þórarins á Seljalandi, (30. október 1828), Guðríðar húsfreyju, f. 1. mars 1806 á Ytri-Sólheimum, d. 11. september 1878 á Seljalandi, Eyjólfsdóttur.
Móðir Friðriks Vigfússonar og kona Vigfúsar á Ytri-Sólheimum var, (31. desember 1870), Þórdís húsfreyja, f. 20. júní 1840 á Ytri-Sólheimum, d. 31. apríl 1912 í Reykjavík, Berentsdóttir bónda á Ytri-Sólheimum, f. 1798 á Ytri-Sólheimum, d. 7. ágúst 1874 þar, Sveinssonar, Alexanderssonar, og konu Berents, (30. október 1828), Helgu húsfreyju, f. í desember 1796 á Kálfafelli, d. 19. júlí 1860 á Ytri-Sólheimum, Þórðardóttur prests, lengst á Felli, f. 8. september 1763, d. 1. janúar 1840, Brynjólfssonar, og annarrar konu sr. Þórðar, Margrétar húsfreyju, f. 1758, Sigurðardóttur.


ctr


Frú Þórunn Oddsdóttir fyrrv. húsfreyja á Rauðhálsi í Mýrdal með 10 börnum sínum.


Aftari röð frá vinstri: 1. Sigurður Friðriksson, kv. Elísabetu Hallgrímsdóttur. - 2. Ólafur Friðriksson, kv. Halldóru Pálsdóttur. Þau hjón bjuggu á Selfossi. - 3. Þórhallur Friðriksson, kv. Elínu Þorsteinsdóttur. Þau hjón bjuggu að Skógum undir Eyjafjöllum. - 4. Oddsteinn Friðriksson. Hann var kvæntur Þorgerði Hallgrímsdóttur.
Fremri röð frá vinstri: 1. Þórunn Friðriksdóttir. Hún var gift Ingvari Þórólfssyni. - 2. Sigríður Friðriksdóttir, sem var gift Halldóri Halldórssyni. - 3. Þórhalla Friðriksdóttir, gift Ásmundi Friðrikssyni. Þau hjón bjuggu síðar í Keflavík. - 4. Þórunn Oddsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Rauðhálsi. - 5. Áróra Friðriksdóttir, gift Bœringi Elíassyni. Þau hjón bjuggu í Stykkishólmi. - 6. Ragnheiður Friðriksdóttir, gift Haraldi Þorkelssyni. - 7. Ragnhildur Friðriksdóttir, gift Guðlaugi Hallórssyni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.