„Saga Vestmannaeyja II./ III. Atvinnuvegir, 2. hluti, framhald 2“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
Áður er skýrt frá takmörkun þeirri, er gerð var á netjaveiðinni 1858, og skömmu síðar var hún afnumin með öllu. Samþykktir um veiðitakmarkanir gerði meiri hluti bænda (30 alls) 1889, til þess að koma í veg fyrir, að lundastofninn eyddist um of. Samkvæmt 1. grein þessarar samþykktar mátti eigi byrja lundaveiði neins konar fyrr en fullar 10 vikur af sumri, og skyldi veiði hætt eigi síðar en 14 vikur af sumri. Mátti eigi heldur veiða lunda sóla á milli virka daga og eigi á helgum dögum. 2. gr. hljóðaði um, að lundi skyldi aðeins veiddur með háf, en alls eigi með greflum eða annars konar veiðiaðferð. Pysju mátti eigi veiða hvorki á Heimalandi né í úteyjum, og hvergi annars staðar en í [[Súlnasker|Almenningsskeri]] og í fýlabyggð með samþykkt sameignarmanna. Samþykkt þessi, er sýslumaður og amtið mældu mjög með, fékk þó ekki staðfestingu stjórnarinnar, með því að svo leit stjórnin á, sbr. landsh.br. 20. nóv. 1889, að meiri hluti bænda hefði eigi heimild til að binda minni hlutann við slíkar ákvarðanir, né til að gera þeim, er hafi lögleg byggingarbréf, skylt að hlíta viðbótum eða breytingum á skilmálum þeim, sem þeir hafi undirgengizt, þar sem þeir hafi fullan rétt á að halda sér til byggingarbréfa sinna. Sé því eigi annað fyrir hendi en að leita samkomulags í þessu efni við alla aðilja, með því að samþykktin miði til stórra bóta, sem og að gæta þessara takmarkana í nýjum byggingarbréfum.¹) Þarna gætir sama skilnings og í framannefndu bréfi dómsmálaráðuneytisins 12. maí 1869. Árið 1894 voru á Alþingi samin lög um heimild fyrir sýslunefndina í Vestmannaeyjum til að gera samþykktir um fuglaveiði. Samkvæmt þeim þurfti samþykki 3/4 fundarmanna á löglegum fundi, er sýslunefnd boðaði til, — fundargengir voru allir jarðarábúendur og kjósendur til Alþingis, — til þess að koma af stað fuglaveiðisamþykkt undir staðfestingu amtmanns, og skyldi samþykktin síðar birt í B-deild stjórnartíðindanna. Var nú eigi lengi að bíða löglegrar samþykktar. Fyrsta fuglaveiðisamþykktin er frá 16. júlí 1895.²) Var samkvæmt henni lundi alfriðaður,  
Áður er skýrt frá takmörkun þeirri, er gerð var á netjaveiðinni 1858, og skömmu síðar var hún afnumin með öllu. Samþykktir um veiðitakmarkanir gerði meiri hluti bænda (30 alls) 1889, til þess að koma í veg fyrir, að lundastofninn eyddist um of. Samkvæmt 1. grein þessarar samþykktar mátti eigi byrja lundaveiði neins konar fyrr en fullar 10 vikur af sumri, og skyldi veiði hætt eigi síðar en 14 vikur af sumri. Mátti eigi heldur veiða lunda sóla á milli virka daga og eigi á helgum dögum. 2. gr. hljóðaði um, að lundi skyldi aðeins veiddur með háf, en alls eigi með greflum eða annars konar veiðiaðferð. Pysju mátti eigi veiða hvorki á Heimalandi né í úteyjum, og hvergi annars staðar en í [[Súlnasker|Almenningsskeri]] og í fýlabyggð með samþykkt sameignarmanna. Samþykkt þessi, er sýslumaður og amtið mældu mjög með, fékk þó ekki staðfestingu stjórnarinnar, með því að svo leit stjórnin á, sbr. landsh.br. 20. nóv. 1889, að meiri hluti bænda hefði eigi heimild til að binda minni hlutann við slíkar ákvarðanir, né til að gera þeim, er hafi lögleg byggingarbréf, skylt að hlíta viðbótum eða breytingum á skilmálum þeim, sem þeir hafi undirgengizt, þar sem þeir hafi fullan rétt á að halda sér til byggingarbréfa sinna. Sé því eigi annað fyrir hendi en að leita samkomulags í þessu efni við alla aðilja, með því að samþykktin miði til stórra bóta, sem og að gæta þessara takmarkana í nýjum byggingarbréfum.¹) Þarna gætir sama skilnings og í framannefndu bréfi dómsmálaráðuneytisins 12. maí 1869. Árið 1894 voru á Alþingi samin lög um heimild fyrir sýslunefndina í Vestmannaeyjum til að gera samþykktir um fuglaveiði. Samkvæmt þeim þurfti samþykki 3/4 fundarmanna á löglegum fundi, er sýslunefnd boðaði til, — fundargengir voru allir jarðarábúendur og kjósendur til Alþingis, — til þess að koma af stað fuglaveiðisamþykkt undir staðfestingu amtmanns, og skyldi samþykktin síðar birt í B-deild stjórnartíðindanna. Var nú eigi lengi að bíða löglegrar samþykktar. Fyrsta fuglaveiðisamþykktin er frá 16. júlí 1895.²) Var samkvæmt henni lundi alfriðaður,  
þ.e.a.s. í þeim veiðieyjum, er venja var að liggja við í, að meðtöldum Yztakletti, Miðkletti og Heimakletti, allan ársins hring, nema tímabilið frá því 11 vikur af sumri og til þess er 15 vikur voru af sumri, og bönnuð önnur veiðitæki en háfur. Undanskildar nefndum friðunarákvæðum voru eftirtaldar eyjar: Smáeyjar, Brandur, Geldungur, Hellisey og Súlnasker. Með lögum 27. júní 1909³) var ákveðið að friðunartími lunda megi eigi vera styttri en 6 vikur á tímabilinu frá 10. maí til 10. ágúst. Breyting á fuglaveiðisamþykktinni var gerð með samþykkt frá 3. júlí 1918.⁴) Var þá leyfð veiði á Heimalandi og veiðitíminn ákveðinn frá því 11 vikur af sumri og til 16 vikur af sumri, endurnýjað með seinni samþykktum, og sami tími ákveðinn fyrir úteyjar.⁵) — Landmenn réðu sig fyrrum til lundaveiða fram að slætti, og stúlkur af landi til fuglareitslu. Kaup greitt í fugli.<br>
þ.e.a.s. í þeim veiðieyjum, er venja var að liggja við í, að meðtöldum Yztakletti, Miðkletti og Heimakletti, allan ársins hring, nema tímabilið frá því 11 vikur af sumri og til þess er 15 vikur voru af sumri, og bönnuð önnur veiðitæki en háfur. Undanskildar nefndum friðunarákvæðum voru eftirtaldar eyjar: Smáeyjar, Brandur, Geldungur, Hellisey og Súlnasker. Með lögum 27. júní 1909³) var ákveðið að friðunartími lunda megi eigi vera styttri en 6 vikur á tímabilinu frá 10. maí til 10. ágúst. Breyting á fuglaveiðisamþykktinni var gerð með samþykkt frá 3. júlí 1918.⁴) Var þá leyfð veiði á Heimalandi og veiðitíminn ákveðinn frá því 11 vikur af sumri og til 16 vikur af sumri, endurnýjað með seinni samþykktum, og sami tími ákveðinn fyrir úteyjar.⁵) — Landmenn réðu sig fyrrum til lundaveiða fram að slætti, og stúlkur af landi til fuglareitslu. Kaup greitt í fugli.<br>
<center>[[Mynd:Saga Vestm., E., I., 112ca.jpg|ctr|400px]]</center><br>
<small><center>''Veiðimenn í Eldey. Frá vinstri: [[Þórarinn Thorlacius Magnússon]], [[Langi-Hvammur|Hvammi]], [[Ásbjörn Þórðarson]], [[Brekastígur|Brekastíg]], [[Pálmi Ingimundarson]], [[Gata|Götu]], [[Stefán Valdason]], [[Sandgerði]], [[Kristinn Friðriksson]], [[Látrar|Látrum]], [[Óskar Valdason]], Sandgerði, [[Benóný Friðriksson]], [[Gröf]], og fyrir framan hann [[Ásmundur Steinsson]], [[Ingólfshvoll|Ingólfshvoli]]. Ljósm. [[Jónas Sigurðsson]] frá [[Skuld]] árið 1936.</center></small><br>
<center>[[Mynd:Saga Vestm., E., I., 144b.jpg|ctr|400px]]</center><br>
<small><center> ''Þessi mynd er tekin á [[Bæjarbryggja|Bœjarbryggjunni]] í kringum 1926- 1927 og sýnir súlu úr Eldey. Á myndinni má greina fremstan [[Gísli Friðrik Johnsen|Gísla Fr. Johnsen]]. [[Jórunn Magnúsdóttir]] er konan lengst t.v. á myndinni. Strákurinn til hœgri er [[Gísli Jóhannsson frá Hlíðarhúsi]]. Í baksýn má sjá að því er talið er m.a. [[Árni Valdason|Árna Valdason (Gölla Valda)]], sem snýr baki í myndavélina. (Ljósm. [[Friðrik Jesson]]).''</center></small>
<center>[[Mynd:Saga Vestm., E., I., 224c.jpg|ctr|400px]]</center><br>
<small><center>''Veiðimenn við Bjarnareyjarkofann. Talið frá vinstri: [[Björgvin Pálsson frá Brekkuhúsi]], [[Jóel Eyjólfsson]], [[Sælundur|Sœlundi]], [[Guðjón Tómasson]], [[Gerði-stóra|Gerði]], [[Sigurður Helgason (Götu)|Sigurður Helgason]], [[Gata|Götu]], [[Jónas Sigurðsson]], [[Skuld]], [[Þorgeir Jóelsson]], Sœlundi, [[Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði|Sigurgeir Jónsson]], [[Suðurgarður|Suðurgarði]] og [[Haraldur Eiríksson]], [[Vegamót]]um. Þeir Björgvin, Sigurður og Sigurgeir hröpuðu allir í Vestmannaeyjum.''</center></small><br>
Lengi hefir það tíðkazt í Vestmannaeyjum, að menn lægju við um veiðitímann, ''fuglatímann'', ''lundatímann'', í úteyjum, til þess að veiða lunda, ''til lunda''. Fyrrum höfðust veiðimennirnir, ''lundamennirnir'', við í hellisskútum og bólum í eyjunum. Voru það kölluð ''leguból''. Munu þau hafa verið kölluð svo frá fornu. Eigi finnst þetta merkilega heiti í orðabókum. Svo langt sem vitað er aftur í tímann og allt þar til um aldamótin síðustu notuðust menn við legubólin, er legið var við í úteyjum til veiðiskapar, lundaveiði, ''legið við ból'', eins er stundaður var heyskapur í úteyjum, legið yfir heyi. Um aldamótin hættu flestir að liggja við ból, eins og sagt var. Frá nefndum tíma tóku menn að koma sér upp veiðikofum eða lágu í tjöldum. Nú er búið að jafna veiðikofana við jörðu, og í þeirra stað hafa verið reist veiðihús eða skýli úr timbri, járnvarin og þiljuð í hólf og gólf, svo að nú má segja, að hér sé öldin önnur. Ekki hefir þetta samt lyft undir afköstin.<br>
Lengi hefir það tíðkazt í Vestmannaeyjum, að menn lægju við um veiðitímann, ''fuglatímann'', ''lundatímann'', í úteyjum, til þess að veiða lunda, ''til lunda''. Fyrrum höfðust veiðimennirnir, ''lundamennirnir'', við í hellisskútum og bólum í eyjunum. Voru það kölluð ''leguból''. Munu þau hafa verið kölluð svo frá fornu. Eigi finnst þetta merkilega heiti í orðabókum. Svo langt sem vitað er aftur í tímann og allt þar til um aldamótin síðustu notuðust menn við legubólin, er legið var við í úteyjum til veiðiskapar, lundaveiði, ''legið við ból'', eins er stundaður var heyskapur í úteyjum, legið yfir heyi. Um aldamótin hættu flestir að liggja við ból, eins og sagt var. Frá nefndum tíma tóku menn að koma sér upp veiðikofum eða lágu í tjöldum. Nú er búið að jafna veiðikofana við jörðu, og í þeirra stað hafa verið reist veiðihús eða skýli úr timbri, járnvarin og þiljuð í hólf og gólf, svo að nú má segja, að hér sé öldin önnur. Ekki hefir þetta samt lyft undir afköstin.<br>
Í legubólunum bjuggu menn um sig eftir föngum. Rúmstæði höfðu menn að vísu engin, heldur lágu á gólfinu á heyi eða heydýnu og höfðu yfir sér brekán. Víða var hlaðið að til skjóls, en á daginn var oft tekið af fyrirhleðslunni til þess að fá birtu inn í bólið. Bólin voru allmisjöfn, bezt þar sem einnig voru heyból. Að jafnaði voru legubólin allhlý og þurr, að sögn þeirra, er legið hafa við ból, en út af þessu vildi samt bregða, ef vætutíð var mikil. Undir bríkum og í afhellum við aðalbólin voru reistar hlóðir til eldamennsku eða til að hita kaffi, en annars tóku veiðimenn lítt upp eld, gáfu sér eigi tíma til þess, en eigi var siður, að menn héldu ráðskonur eða bústýrur í eyjunum, sem í verbúðum. Kaffi var nær það eina, sem hitað var, enda drukkið óspart, eftir að það kom til notkunar. Tíðkaðist í eyjunum ketilkaffi, og drukkið úr tveggja marka skálum, spilkomum, og neytt óspart.<br>
Í legubólunum bjuggu menn um sig eftir föngum. Rúmstæði höfðu menn að vísu engin, heldur lágu á gólfinu á heyi eða heydýnu og höfðu yfir sér brekán. Víða var hlaðið að til skjóls, en á daginn var oft tekið af fyrirhleðslunni til þess að fá birtu inn í bólið. Bólin voru allmisjöfn, bezt þar sem einnig voru heyból. Að jafnaði voru legubólin allhlý og þurr, að sögn þeirra, er legið hafa við ból, en út af þessu vildi samt bregða, ef vætutíð var mikil. Undir bríkum og í afhellum við aðalbólin voru reistar hlóðir til eldamennsku eða til að hita kaffi, en annars tóku veiðimenn lítt upp eld, gáfu sér eigi tíma til þess, en eigi var siður, að menn héldu ráðskonur eða bústýrur í eyjunum, sem í verbúðum. Kaffi var nær það eina, sem hitað var, enda drukkið óspart, eftir að það kom til notkunar. Tíðkaðist í eyjunum ketilkaffi, og drukkið úr tveggja marka skálum, spilkomum, og neytt óspart.<br>

Leiðsagnarval