Ritverk Árna Árnasonar/Bergmundur Arnbjörnsson (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. september 2013 kl. 17:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. september 2013 kl. 17:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Bergmundur Arnbjörnsson.

Kynning.
Bergmundur Arnbjörnsson sjómaður og bræðslumaður fæddist 17. október 1884 í Klöpp og lést 21. nóvember 1952.
Faðir hans var Arnbjörn bóndi í Prestshúsum, f. 18. apríl 1853 að Reynisholti í Mýrdal Ögmundsson bónda þar og var Ögmundur í Landakoti hér og Jón faðir Þóru í Dalbæ bræður Arnbjörns.
Kona Arnbjörns og móðir Bergmundar var Elísabet, f. 5. desember 1857, dóttir Bergs bónda Magnússonar, er hrapaði í Dufþekju 23. ágúst 1866 og var bróðir Ólafs skálds í Nýborg, en móðir Elísabetar var Sigþrúður Ormsdóttir á Vilborgarstöðum.

Bergmundur var bróðir
1. Þorbjörns Arnbjörnssonar á Reynifelli,
2. Ágústu Arnbjörnsdóttur húsfreyju í Hvíld við Faxastíg, konu Kristins Jónssonar á Tanganum og
3. Guðbjargar Arnbjörnsdóttur, f. 22. desember 1891, d. 18. maí 1944.

Bergmundur var 7 ára með foreldrum sínum í Jómsborg 1890, 18 ára með þeim í Presthúsum 1901.
Við manntal 1910 var Bergmundur sjóróðrarmaður í Brautarholti með bústýruna Elínu Helgu.
Við manntal 1920 bjuggu þau gift í Sjávargötu með fjórum börnum sínum. Þar voru þau einnig 1926.

Kona Bergmundar var Elín Helga, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, en flutti til Eyja 1910 frá Norðfirði, d. 7. ágúst 1963.
Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey, f 1. apríl 1911, d. 21. júní 1996.
2. Hildur, dó í frumbernsku, jarðsett 13. júlí 1913.
3. Helga, f. 17. júlí 1913, d. 26. apríl 1952.
4. Björn, f. 26. september 1914, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet, f. 21. mars 1916, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg, f. 27. desember 1919, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg, f. 15. nóvember 1922.
8. Ása, f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004.
9. Birna Berg, f. 8. september 1938; fósturbarn.
10. Bergmundur Elli, f. 15. apríl 1948; fósturbarn.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Bergmundur var allhár maður og þrekinn, dökkhærður, breiðleitur, sterkur vel og fylginn sér í störfum og átökum. Hann var stilltur maður og gætinn, fremur daufgeðja en ræðinn og góður heim að sækja. Gagnvart fjöldanum var hann fremur til baka og naut sín best í vinahópi. Á fyrri árum var hann töluvert við veiðar, áhugasamur og þrautseigur. Veiðimaður var hann vart meir en meðalgóður en vann sig upp með ástundun og þolinmæði.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir