Bergmundur Elli Sigurðsson (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bergmundur Elli Sigurðsson frá Nýborg, húsasmíðameistari, eftirlitsmaður í Hafnarfirði fæddist 15. apríl 1948 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Þorkell Árnason sjómaður í Reykjavík, f. 15. mars 1928, og Ása Bergmundsdóttir f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004.
Fósturforeldrar Bergmundar Ella voru móðurforeldrar hans Bergmundur Arnbjörnsson frá Presthúsum, síðar í Hvíld, sjómaður, bræðslumaður í Nýborg, f. 17. október 1884 í Klöpp, d. 21. nóvember 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir frá Miðbæ í Norðfirði, húsfreyja, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, d. 7. ágúst 1963.
Síðari fósturforeldrar hans voru móðursystir hans Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014, og maður hennar Sigurður Yngvi Kristinsson frá Eystri-Löndum, verkamaður, hafnarvörður, f. 11. júní 1919, d. 8. apríl 2003.

Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
2. Guðrún Hildur Bergmundsdóttir, f. 1. júní 1912 í Presthúsum, d. 1. júlí 1913 í Götu.
3. Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913 í Götu, d. 26. apríl 1952.
4. Björn Bergmundsson sjómaður, verkamaður í Eyjum, f. 26. september 1914 í Götu, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916 á Kirkjubæ, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
8. Ása Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, á Dalvík og í Reykjavík, f. 2. maí 1926 í Sjávargötu, d. 28. nóvember 2004.
Fósturbörn Bergmundar og Elínar:
9. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, dóttir Aðalbjargar, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
10. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948.


Guðbjörg og Sigurður með sonum sínum, Kristni (t.v.) og Bergmundi (t.h.). Með þeim á myndinni er lengst til hægri Bergmundur Elli Sigurðsson fóstursonur þeirra.

Bergmundur Elli var með móður sinni í Nýborg 1948, fósturbarn þar 1949 til 1963, er Elín amma hans og fóstra lést. Þá varð hann fósturbarn Guðbjargar móðursystur sinnar á Hólnum við Landagötu 18.
Eftir grunnskóla fór hann í Iðnskólann og var iðnnemi hjá Hafsteini Ágústssyni frá Varmahlíð, tók sveinspróf 1968 og fékk meistarabréf 1971.
Bergmundur Elli fékk vinnu í Gamla kompaníinu í Reykjavík og vann þar 1968-1969. Þeir Valdimar Kristjánsson stofnuðu fyrirtækið ,,Hús og húsgögn“ í Eyjum og ráku það í eitt ár. Hann vann þá einn í Eyjum um skeið, en þá í Smið hf. 1971 til 1972, vann þá aðallega við innréttingar á nýja sjúkrahúsinu.
Hann starfaði um skeið í Hafnarfirði 1972.
Eftir flutning til Hafnarfjarðar í Gosinu stofnuðu þeir Kristinn Þór frændi hans og uppeldisbróðir fyrirtækið ,,BK-innréttingar“ 1975 og ráku það til 2002.
Þá varð Bergmundur Elli eftirlitsmaður fasteigna hjá Hafnarfjarðarbæ og vann þar til starfsloka.
Þau Ólöf giftu sig 1972 í Hafnarfirði, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja haustið 1972, bjuggu í Grænuhlíð 7. Þau hófu byggingu á húsi við Austurgerði 6, höfðu byggt kjallarann og voru að byrja á uppslætti á hæðinni, þegar gaus.
Þau Ólöf sneru til Hafnarfjarðar við Gosið, bjuggu í fyrstu á Sævangi 18, en búa síðan við Norðurbakka 15.

I. Kona Bergmundar Ella, (9. september 1972), er Ólöf Helga Júlíusdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari frá Hafnarfirði, f. 29. febrúar 1952 í Reykjavík. Foreldrar hennar Júlíus Sigurðsson togaraskipstjóri, síðar verkstjóri í Hafnarfirði, f. 8. ágúst 1922, d. 24. janúar 2019, og kona hans Ásta Sigurhildur Magnúsdóttir úr Grindavík, húsfreyja, f. 3. nóvember 1924.
Börn þeirra:
1. Valur Bergmundsson matsveinn, f. 16. júlí 1972 í Hafnarfirði. Kona hans Sylvía Pétursdóttir.
2. Elín Bergmundsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, f. 11. ágúst 1976 í Reykjavík. Maður hennar Sigurður Skarphéðinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.