Rakel Guðmundsdóttir (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2014 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2014 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi fæddist 1758 og lést 20. febrúar 1793.
Foreldrar hennar voru sr. Guðmundur Högnason prestur á Kirkjubæ, f. 1713, d. 6. febrúar 1795, og kona hans Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 1725, d. 16. desember 1785.

Börn sr. Guðmundar og Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1749, d. 12. febrúar 1817. Maki er ókunnur.
2. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1753, d. 28. september 1825. Kona hans var Þuríður Einarsdóttir
3. Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1757, d. 17. apríl 1849, kona sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar.
4. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 1758, d. 20. febrúar 1793, kona Bergsteins Guðmundssonar.
5. Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1762, d. 21. apríl 1819. Fyrri kona hans var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja.

Maður Rakelar var Bergsteins Guðmundssonar, f. 1743, d. 28. desember 1795.
Börn þeirra hér, (ath. að fæðingaskrá í Eyjum er til frá árinu 1786, en dánarskrá með eyðum frá 1785).
1. Margrét Bergsteinsdóttir, f. (19. október 1785) , d. 1. október 1785, 12 daga gömul úr ginklofa.
2. Guðrún Bergsteinsdóttir, f. 19. apríl 1788, d. 24. apríl 1788 úr ginklofa.
3. Elín Bergsteinsdóttir, f. 24. maí 1789, d. 27. maí 1789 úr ginklofa.
4. Jón Bergsteinsson, f. 19. febrúar 1793, d. 22. febrúar 1793 úr ginklofa, lifði 3 daga, jarðs. með móður sinni.


Heimildir