Pétur Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. ágúst 2007 kl. 09:11 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. ágúst 2007 kl. 09:11 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hans Pétur (Peder) Andersen, Sólbakka, fæddist 30. mars 1887 í Fredrikssundi í Danmörku og lést 6. apríl árið 1955. Hann var kallaður Danski-Pétur.

Pétur kom til Vestmannaeyja 1907 og varð fljótlega eftirsóttur vélamaður því hann hafði meiri kunnáttu í þeim geira en flestir í þá daga. Hann var vélamaður á Friðþjófi hjá Friðriki Svipmundssyni og svo á Lunda hjá Guðleifi Elíssyni á Brúnum.

Formennsku byrjaði Pétur árið 1912 á Lunda I og var með þann bát til 1920. Þá keypti hann Skógafoss með fleiri mönnum og var formaður með bátinn til ársins 1926.

Pétur var aflakóngur árið 1924.

Fjölskylda

Fyrri kona Péturs var Jóhanna Guðjónsdóttir. Þau áttu 6 börn: Valgerði Ólafíu Evu, Willum Jörgen, Knud Kristján, Njál, Emil Martein og Guðrún Svanlaug. Jóhanna lést árið 1934.

Pétur kvæntist á ný. Seinni kona hans var Magnea Jónsdóttir. Þau eignuðust börnin Jóhann Júlíus, Valgerði og dreng sem lést í vöggu.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.