Nikulás Ívarsson (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Nikulás Ívarsson frá Héðinshöfða, verkamaður fæddist 21. september 1893 í Árnagerði í Fljótshlíð og lést 10. september 1971.
Foreldrar hans voru Ívar Þórðarson bóndi á Mið-Sámsstöðum, f. 3. ágúst 1863 að Tungu í Fljótshlíð, d. 10. apríl 1924, og kona hans Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1865 að Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 21. júlí 1943.

Bróðir Nikulásar var
1. Jóhann Ívarsson verkamaður á Litla-Hrauni, f. 22. febrúar 1895, d. 20. maí 1951.
Föðursystkini Nikulásar í Eyjum voru:
2. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
3. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
4. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
5. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.

Nikulás var með foreldrum sínum á Mið-Sámsstöðum 1901 og 1910.
Þau Ólöf voru vinnuhjú á Móeiðarhvoli. Þar fæddist Ólafur í mars 1920, en þau voru gift vinnuhjú á Hemlu í V-Landeyjum í lok ársins. Þau fluttust á Eyrarbakka og þaðan til Eyja 1924 með þrem börnum sínum.
Þau bjuggu á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934. Nikulás var skráður ,,öryrki“ í Stakkholti 1940. Hann hafði fengið blóðeitrun í hendi af öngli. Átti hann lengi í þeim veikindum og varð önnur höndin honum síðan fjötur.
Þau Ólöf fluttust úr bænum 1943, bjuggu á Stokkseyri í 2 ár, fluttust þá á Selfoss og síðan til Reykjavíkur.
Ólöf lést 1963 og Nikulás 1971. Hann var grafinn í Selfosskirkjugarði.

Kona Nikulásar, (1919), var Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 31. október 1892, d. 5. maí 1963.
Börn þeirra:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.