Jóhanna Nikulásdóttir (Héðinshöfða)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja og verslunarmaður á Selfossi fæddist 14. mars 1921 á Hemlu í Rang. og lést 9. júní 1983.
Foreldrar hennar voru Nikulás Ívarsson frá Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, verkamaður í Eyjum og Reykjavík, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. 31. október 1892, d. 5. maí 1963.

Börn Nikulásar og Ólafar:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Hemlu til Eyja 1924, bjó með þeim á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934, í Stakkholti 1940.
Jóhanna eignaðist Ólaf Nikulás í Stakkholti 1941.
Hún fluttist úr Eyjum fyrri hluta fimmta áratugarins, settist að á Selfossi.
Þau Elías tóku að sér tvíbura, tvær fimm mánaða móðurlausar stúlkur og fóstruðu þær.

Maður Jóhönnu var Elías Kristinsson frá Ketilhúshaga á Rangárvöllum, deildarstjóri hjá bílalager Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, f. 18. september 1922 á Vestra-Geldingaholti á Rangárvöllum, d. 16. ágúst 1970. Foreldrar hans voru Kristinn Stefánsson bóndi í Ketilhúshaga, f. 31. júlí 1885 í Varmadal á Rangárvöllum, d. 14. október 1951, og Ingibjörg Nikulásdóttir verkakona, f. 14. júlí 1885 í Norður-Áskoti í Þykkvabæ, Rang., d. 15. janúar 1960.
Börn þeirra:
1. Ólafur Nikulás Elíasson verkfræðingur, f. 30. maí 1941 í Stakkholti.
Fósturdætur þeirra:
2. Jóhanna Elín Þórðardóttir, tvíburi, f. 23. október 1955.
3. Þórdís Ingibjörg Þórðardóttir, tvíburi, f. 23. október 1955.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.