Margrét Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2014 kl. 10:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2014 kl. 10:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist í Teigssókn í Fljótshlíð 4. júlí 1824 og lést 24. mars 1868 í Eyjum .
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Erasmusdóttir, f. 1790, síðar húsfreyja á Kirkjubæ og Jón Arnesson.
Margrét átti Pétur Halldórsson sjávarbónda á Vilborgarstöðum, f. 1824 í Voðmúlastaðasókn í A-Landeyjum, d. 5. febrúar 1870.

Margrét var með móður sinni, ekkju á Kirkjubæ 1845 og 1850. Þar var Pétur Halldórsson fyrirvinna 1850. Á manntali 1855 bjuggu þau hjón á Vilborgarstöðum, Margrét og Pétur; hann skráður sjávarbóndi. Hann var í Herfylkingunni 1859.
Þau bjuggu á Vilborgarstöðum 1860 með börnum sínum.

I. Barnsfaðir Margrétar var Jón Jónsson, síðar bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865.
Barnið var
1. Kristín Jónsdóttir, síðar húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum, f. 20. nóvember 1843, d. 20. janúar 1895.

II. Maður Margrétar var Pétur Halldórsson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 1823.
Börn þeirra hér:
2. Hreinn Pétursson, f. 1. janúar 1851, d. 6. janúar 1851 úr ginklofa.
3. Fídes Pétursdóttir, f. 1851. Hún fór til Seyðisfjarðar 1886 og var vinnuhjú í Neshjáleigu í Loðmundarfirði 1890, d. 6. október 1894.
4. Árni Pétursson vinnumaður í Jómsborg, f. 1854, d. 3. júlí 1879 úr ...sótt.
5. Ingibjörg Pétursdóttir, f. 23. september 1856, d. 2. október 1856 úr ginklofa.


Heimildir