Margrét Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist í Teigssókn í Fljótshlíð 4. júlí 1824 og lést 24. mars 1868 í Eyjum .
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Erasmusdóttir, f. 1790, síðar húsfreyja á Kirkjubæ og Jón Arnesson.
Margrét átti Pétur Halldórsson sjávarbónda á Vilborgarstöðum, f. 1824 í Voðmúlastaðasókn í A-Landeyjum, d. 5. febrúar 1870.

Margrét var með móður sinni, ekkju á Kirkjubæ 1845 og 1850. Þar var Pétur Halldórsson fyrirvinna 1850. Á manntali 1855 bjuggu þau hjón á Vilborgarstöðum, Margrét og Pétur; hann skráður sjávarbóndi. Hann var í Herfylkingunni 1859.
Þau bjuggu á Vilborgarstöðum 1860 með börnum sínum.

I. Barnsfaðir Margrétar að tveim börnum var Jón Jónsson, þá vinnumaður í Ólafshúsum, síðar bóndi þar, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865.
Börn þeirra
1. Kristín Jónsdóttir, síðar húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum, f. 20. nóvember 1843, d. 20. janúar 1895.
2. Guðrún Jónsdóttir, f. 28. maí 1845, d. 16. júní 1845 úr ginklofa.

II. Maður Margrétar,(23. september 1850), var Pétur Halldórsson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 1823, d. 5. febrúar 1870.
Börn þeirra hér:
3. Hreinn Pétursson, f. 1. janúar 1851, d. 6. janúar 1851 úr ginklofa.
4. Fídes Pétursdóttir, f. 21. nóvember 1851. Hún fór til Seyðisfjarðar 1886 og var vinnuhjú í Neshjáleigu í Loðmundarfirði 1890, d. 6. október 1894.
5. Árni Pétursson vinnumaður í Jómsborg, f. 1854, d. 3. júlí 1879 úr „taksótt“.
6. Ingibjörg Pétursdóttir, f. 23. september 1856, d. 2. október 1856 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.