Margrét Þorsteinsdóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2014 kl. 20:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2014 kl. 20:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Þorsteinsdóttir (Ólafshúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Ólafshúsum fæddist 18. apríl 1805 og lést 9. desember 1842.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Guðmundsson bóndi í Norðurgarði, síðar á Vesturhúsum, f. 1753, d. 24. september 1823, og síðari kona hans Vilborg Benediktsdóttir húsfreyja, f. 1762, d. 1. júlí 1834.

Margrét var 11 ára með föður sínum á Vesturhúsum 1816, húsfreyja í Ólafshúsum 1835.

Maður hennar, (18. júlí 1827), var Guðmundur Eiríksson, þá vinnumaður á Vesturhúsum, f. 1793, d. 5. júní 1846, þá ekkjumaður í Dölum.
Þau Guðmundur eignuðust ekki börn svo að séð verði.


Heimildir