Þorsteinn Guðmundsson (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, í Stakkagerði, í Norðurgarði og síðast á Vesturhúsum fæddist 1753 og lést 24. september 1823.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorleifsson bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum, f. 1725, d. 25. maí 1792, og kona hans Guðríður Einarsdóttir húsfreyja, f. um 1730, d. 1784.

Þorsteinn var líklega í fyrra hjónabandi sínu á Vilborgarstöðum 1785, í Stakkagerði 1787, í síðara hjónabandi sínu í Norðurgarði 1801, húsbóndi á Vesturhúsum 1816 með Margréti dóttur sína 11 ára hjá sér, en Vilborg finnst þá ekki. Hann var sagður kvæntur við fæðingu Guðrúnar 1817.
Þorsteinn lést 1823 úr landfarsótt.

Þorsteinn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var að líkindum Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 1742, d. 11. október 1791.
(Dánarskrár voru fyrst haldnar í Eyjum 1785, hjónabands- og fæðingaskrár 1786).
Barn þeirra hér var
1. Andvana fædd stúlka 27. apríl 1785.

II. Síðari kona hans, (14. nóvember 1792), var Vilborg Benediktsdóttir, f. 1762, d. 1. júlí 1834.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt barn 10. maí 1793.
2. Guðmundur Þorsteinsson, f. 14. febrúar 1795, d. 5. mars 1795 úr ginklofa.
3. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 29. september 1796, d. 6. október 1796 úr ginklofa.
4. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 24. nóvember 1797, d. 30. nóvember 1797 úr ginklofa.
5. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 15. maí 1799, d. 21. maí 1799 úr ginklofa.
6. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 14. ágúst 1801, d. 29. ágúst 1801 úr ginklofa.
7. Andvana fæddur drengur 22. desember 1803.
8. Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja í Ólafshúsum, f. 18. apríl 1805, d. 9. desember 1842, kona Ingjalds Jónssonar bónda og síðar Guðmundar Eiríkssonar bónda.

III. Barnsmóðir Þorsteins var Sigríður Erlendsdóttir vinnukona, f. 15. nóvember 1788, d. 22. júlí 1860.
Barnið var
9. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 13. september 1817, d. 21. september 1817 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.