Margrét Ólafía Eiríksdóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Margrét Ólafía Eiríksdóttir.

Margrét Ólafía Eiríksdóttir frá Dvergasteini, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 24. febrúar 1921 og lést 21. júní 2008 á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri í Dvergasteini, f. 14. júní 1884, d. 4. janúar 1963, og kona hans Júlía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.

Börn Eiríks og Júlíu:
1. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
2. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
3. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
4. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
5. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
6. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.

Margrét var með foreldrum sínum í bernsku. Hún var fósturbarn í Þinghól 1934 og átti þar heimilisfang 1940.
Hún vann afgreiðslustörf og stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað.
Þau Óskar giftu sig 1944, eignuðust Ólöfu Ernu á árinu og Dóru Björgu 1947.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1948, þar sem Margrét var afgreiðslumaður í Sandholtsbakaríi.
Óskar lést 2002 og Margrét Ólafía 2008.

I. Maður Margrétar Ólafíu, (24. desember 1944), var Óskar Steindórsson kvikmyndasýningamaður, f. 28. maí 1920, d. 14. febrúar 2002.
Börn þeirra:
1. Ólöf Erna Óskarsdóttir, f. 2. apríl 1945.
2. Dóra Björg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1947. Maki hennar Helgi Ragnar Maríasson.
3. Hallgrímur Helgi Óskarsson prenttæknir í Reykjavík, Grenigrund 32, Selfossi, f. 17. desember 1949 í Reykjavík. Kona hans Pálína Halldóra Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.